Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 37

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 37
Hólshylur, eins og hann var þennan eftirminnilega veiðidag greinarhöfundar. Hann kemur þar liklega við nœsta sumar — Ljósm.: R. H. við en ég set í 7. laxinn. Ég hélt honum svolitla stund, en þá fór hann. Ég skoða nú fluguna, sem var orðin heldur léleg, eftir þessa 6 laxa, og sé að hún var nærri vængjalaus og allt silfur var af henni farið. En krókurinn var beittur enn og eitthvað af fjaðrarusli eftir á henni, svo ég kasta henni yfir aftur og við steininn tekur lax sem ég næ, og enn kasta ég og það grípur lax, en sleppir og enn annar, aðeins neðar og sleppir einnig. Sá ég nú að flugan var ónýt orðin, enda búin að gera vel. Skipti ég því um og hnýti á Crossfield nr. 8. Það er víst óhætt að full- yrða það, að gyðjan mín var enn með mér, því lax rís strax á fluguna og annar tekur aðeins neðar. Til gamans vil ég skjóta því hér inn í, að eftir sjöunda laxinn fór ég í gönguferð niður með hylnum, góðan spöl frá ánni, eins og vera ber, þó þannig að ég hefði góða yfirsýn yfir ána, því mjög vel sást í botn, bæði vegna mjög lítils vatns, svo og vegna sér- stakrar heiðríkju. Sé ég þá laxaflokk á liægri ferð nokkuð neðarlega í hylnum og tel 2, 4, 6, 8 og er kominn í 18, þegar ég uppgötva, að fyrir hverja 2 sem ég tel, er aðeins um einn að ræða plús skugga, en þegar ég hef talið og dregið frá, er niðurstaðan 12 laxar á ferð upp hylinn. Það var því enn möguleiki að setja í einn eða tvo til viðbótar, þó mikið væri kom- ið, og ég eins ánægður og ég hélt mig geta orðið. Enn kasta ég því Crossfieldinum, og enn rís og tekur lax — einn enn gefur Veiðimaðurinn 27

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.