Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 41

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 41
Valdimar og tarþúninn seni hann veiddi, þegar þeir félagar urðu veiðikóngar dagsins. þess að gefa þeim eftir. Hann var þá í bát með veiðimanni frá Panama, þeim sem varð heimsmeistari í keppninni. — Hann veiddi svo báða þessa fiska, sem Valdimar dró út úr, því að þegar þeir missa af einu agninu, renna þeir oft á það næsta, og svo fór í þetta sinn. Áður en Panamamaðurinn fékk þessa veiði — annar fiskurinn var um 100 ensk pund en hinn 130 — var hann nr. 8 í keppn- inni, en fór upp í efsta sæti á þessu. Var hann Valdimar mjög þakklátur fyrir þessa „vinsemd“ og sagði að hann hefði með henni fært sér heimsmeistaratitil- inn! Þegar veiðimaðurinn hefur þreytt fisk sinn — en það getur tekið 40—50 mínút- ur eða jafnvel meira, eftir því, live stór hann er — og náð honum upp að hlið bátsins, tekur veiðiþjónninn við, um leið og sigurnaglinn snertir stangaraugað, færir í fiskinn, rotar hann með trékylfu, innbyrðir hann, beitir aftur og kastar út, eins og áður. Keppnin hófst undan ströndum Miami Beach, því næst var haldið til Tampa, sem er ofar á Flórídaskaganum og að vestan-verðu. Var sú leið farin í vögnum, og tók ferðin heilan dag. Undan strönd- inni fyrir sunnan Tampa sáu veiðimenn- irnir feikna stóra vöðu af hámerategund, sem nefnd er porpoise. Sumir vilja raun- ar telja hana til hvala. Barst þá talið að hámeraveiðum á íslandi. Amerískir veiðimenn eru deigir við að þreyta leik við þessa tegund, auk þess sem hún kvað taka mjög illa. Þeir hafa af einhverjum ástæðum ótrú á að reyna við hana. — Urðu þeir mjög hissa þegar íslending- arnir sýndu þeim myndir af hámeraveið- um hér. Var þeim félögum boðið að dvelja þarna í viku, þegar mótinu væri lokið, til þess að veiða porpoise og kváð- ust heimamenn skyldu fara með þeim, en þeir yrðu þó að veiða þær fyrstu! Þessu góða boði gátu þeir ekki tekið. í Tampa urðu þeir Gunnar og Valdi- mar veiðikóngar einn daginn. Veiði var mjög treg og fæstir fengu nokkuð. Valdi- mar veiddi þá 120 punda tarpún og hlutu þeir félagarnir bikar dagsins fyrir heildarveiði sína. Þennan dag sáu þeir Veiðimaðurinn 31

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.