Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 44

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 44
Ýmsir munu kannast við þennan stuð. Hann er i Laxá í Aðaldal og heitir Mjósund. Kinna- fjöllin sjást i haksýn. Veiðimaðurinn með laxana, 14 og 18 pund, er Benedikt Jónsson frá Húsavik, en sá sem hjá honum stenduf er bróðursonur hans. — Snorri Snorrason, Jóns- sonar kaupmanns, 10 ára, sem mun hafa fullan hug á að feta i fótspor föður sins og freenda. enda. Telja þeir báðir að þeir sem kunni að eiga þess kost, að taka þátt í sjóstanga- keppni á þessum slóðum, megi ekki láta sér það tækifæri úr greipum ganga, ef þeir liafi nokkra möguleika til að fara. í þessu sambandi má geta þess, að Kúbumenn hafa þegar boðið þremur ís- lendingum þátttöku í árlegu alþjóðamóti, sem kennt er við rithöfundinn Hemming- way. Hann er nú búsettur á Kúbu og mikill veiðimaður, eins og ýmsir munu vita. Lokahófið fór fram í Christalgarðinum, og sátu það um 400 manns. Þótt sigur- vegara hvers dags hefði verið afhentur bikar sinn að kveldi, var honurn þó skil- að aftur til mótsstjórnarinnar og geymdi hún alla gripina meðan mótið stóð yfir. En í lokahófinu voru þeir svo afhentir að nýju með allri viðhöfn, myndatökum og hamingjuóskum. Þá var íormanni þess báts, sem hæstur hafði verið hvern dag, afhentur lítill bikar, í viðurkenn- ingarskyni. Telja bátaeigendur það góða auglýsingu fyrir sig, í samkeppninni um leiðsögustarfið, þegar minna er um að vera en á svona fjölmennum mótum. Heimsmeistari varð, eins og áður segir, Panamamaðurinn, vinur Valdimars. — Hann heitir Leython, og fylgir hér mynd af honum (á bls. 33) þar sem liann er að veita verðlaunagripnum viðtöku. Þess skal getið að lokum, að Loftleið- ir gáfu bikar, stóran og fagran, til verj- launa handa þeirri konu, sem hæst yrði í heimsmeistarakeppninni. Armando Ceceres, ræðismaður íslands á Kúbu, af- henti hann í lokahófinu, og var þeirri athöfn bæði útvarpað og sjónvarpað. V. M. 34 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.