Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 49

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 49
Tv«r bffikur RITINU hafa borizt tvær bækur, sem báðar fjalla um köst og kastæfingar. — Höfundarnir eru heimskunnir menn í Jaessari grein og margir íslenzkir veiði- menn munu því kannast við þá og sumir þekkja þá persónulega. Casting heitir fyrri bókin og er eftir enskan mann, Terry Thomas, sent er mjög kunnur kastmaður og hefur stund- að kennslu í þeirri grein um langt ára- bil. Hann er einnig mjög snjall veiði- maður, og að sögn hins kunna rithöfund- ar og veiðimanns, Bernards Venables, sem ritar formála að bókinni, einhver sá geðþekkasti sportmaður sem hann hefur kynnzt. Hann þekkir þá þó æði marga. Höfundi þessarar bókar virðist eink- ar sýnt um að tjá hugsanir sínar á skýr- an og einfaldan hátt. Hann tekur til með- ferðar undirstöðuatriði hverrar kast- greinar og heldur svo áfram, uns hann hefur gert henni þau skil, í hæfilega löngu máli, sem eiga að nægja hverjum sæmilega skynibornum lesanda til að sjá, hvar tækni hans og kunnáttu kann að vera ábótavant og hvað hann þarf að gera til þess að bæta úr því. Margar myndir eru í bókinni, allar með afbrigðum skýrar og heppilega vald- ar, með hliðsjón af því, sem þeim er ætl- að að sýna. Er óhætt að fullyrða, að það er rnjög sjaldgæft að slíkar myndir séu manna, eða aðra, sem að kastmálum vinna. Þvert á móti hyggst Stangaveiði- félagið leita samvinnu við alla aðila, sem að þessum áhugamálum starfa, þannig að kastæfingum verði hér komið í svo gott horf sem okkur er auðið. Stutt verði að þátttöku í kastmótum hér og erlendis, svo sem efni okkar og ástæður skást leyfa á hverjum tíma, og síðast en ekki sízt að öllum stangveiðimönnum gefist tækifæri til að tileinka sér sportlegar ve:ðiaðferðir, þ. e. fyrst og fremst meðferð fluguveiði- tækja. Vinnum að því á borði, en ekki aðeins í orði. Stangaveiðifélagið hefur þegar leitað ráða og leiðbeininga hjá Alþjóðakast- sambandinu, I. C. F., og fengið þar mjög góðar undirtektir um fyrirgreiðslu. Gerð- ar hafa verið ráðstafanir til að fá kvik- myndir til sýningar. Hefur félagið feng- ið lista yfir amerískar myndir, sem mundu henta í þessu skyni, en óvíst er enn hvað af þeim verður fáanlegt. Kastnejndin. P.S.: — Þess er að geta, að þeir félagar sem vilja taka þátt í inniæfingum félags- ins, Jrurfa að láta skrá sig á skrifstof- unni, Bergstaðastræti 12B og verður mönnum þá, eftir því sem rými leyfir, raðað á þá tíma, sem félagið getur fengið til afnota. Tímarnir til áramóta eru nú um það bil fullskipaðir, en þeir sem ætla að byrja eftir áramótin, ættu að hafa samband við skrifstofuna eða kastnefnd- armenn fyrir áramót, Veiðimaðurinn 39

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.