Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Qupperneq 64
Frásaga með formála.
Eftir HINRIK ÍVARSSON, Merkinesi í Höfnum.
ÉG VAR eitt sinn gestur hjá hinum
ágæta presti síra Lárusi Arnórssyni á
Miklabæ í Skagafirði. Hann er mjög víð-
lesinn og gáfaður maður, höfðingi hinn
mesti heim að sækja, þykir gaman að
ræða málin frá ýmsum hliðum, og er
framúrskarandi rökfimur.
Ég fór, eins og við sjálfan mig, að fár-
ast yfir viðburði, sem komið hafði fyrir
Gísla á Miðhúsum við refaveiðar. Gísli
er næsti nágranni Lárusar og ein af refa-
skyttum þeirra Skagfirðinga, duglegur og
heppinn. Snýr síra Lárus sér þá hvatlega
að mér og segir:
„Hefur þú nú látið hann Gísla ljúga
einhverju að þér?“
Mér varð fjandi hverft við, og spurði
hvort hann héldi að Gísli hefði verið að
ljúga að mér. Ég sá að presti fannst hann
hafa talað af sér, og hann hikaði við, en
sagðisvo:
„Ja, þessar veiðisögur — þegar veiði-
menn fara að segja sögur af veiðum sín-
um, þá ýkja þeir alltaf minnst um helm-
ing“.
Ekki segi ég frá þessu til að varpa nein-
um skugga á síra Lárus, heldur til að
sýna hversu almenn skoðun þetta er. Ef
til vill er það vorkunnarmál, en hvað um
það, ég brást hart en kurteislega við, og
andmælti þessari skoðun síra Lárusar,
enda tók frú hans í sama streng, og kvaðst
viss um að Gísli hefði ekki verið að
ljúga neinu að mér, hann væri sannorð-
ur og vandaður maður. Ég sagði Lárusi
að ég hefði lifað svo ótrúleg augnablik
við veiðiskap, einkum refaveiði, að næst-
um tæki franr hverri lygasögu. Þar við
bættist, að sannur veiðimaður lifði svo
og hrærðist í starfinu, að jafnvel hin
smæstu atvik yrðu ljóslifandi í minning-
unni, og þegar farið væri að segja frá,
segja veiðisögur, yrði frásögnin oft svo
hár-nákvæm, að hlustandinn tryði tæp-
lega að sögumaðurinn myndi þetta allt
svona nákvæmlega. En þetta gerir ein-
mitt allan muninn, veiðimaðurinn sér
allt eins og það gerðist, man hvernig
veður var, litbrigði náttúrunnar, og hin
minnstu hljóð ásamt augnafyrirbærum,
því að í því liggur ein mesta þjálfun veiði-
mannsins, að vera „innstilltui" sem bezt
á hvorutveggja. Dýrin (tófurnar) lifa
áfram ljóslifandi í minningu veiðimanns-
ins, e'ns og hann sá þau, rennileg, liðug
og hnarreist, og hann minnist allra
bragða, sem hann hefur leitað í hverju
tilfelli, til að bera hærri hlut í viðskipt-
unum við þetta skynsama og slæga dýr,
og þegar skotið ríður af, og dýrið hníg-
ur að velli, þá er það með blöndnum til-
finningum, sem maður tekur það upp og
virðir fyrir sér, eða þannig er mín skap-
höfn. Ég get aldrei hatað tófuna frekar
en annað af verkum skaparans, þó að mér
virðist athafnir hennar ljótar frá mann-
54
Veiðimaburinn