Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 67

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 67
síðustu fór í svellþykka lopasokka, og þar utan yfir í loðna uppháa klossa, með lin- um gúmmísólum. Eftir þetta fæ ég mér bita, og stenzt það á, að ég er að fá mér teyg úr kaffiflösku, þegar skot ríður af úr byrginu. Ég þeyti flöskunni og þríf byss- una og lít heim á byrgið, þar sem ég sé að Sigurður heldur á byssunni til hæfis, og að hún hreyfist frá vinstri til hægri. Þýtur þá í gegnum huga minn að tófan hafi ekki legið, heldur hlaupi hún til norð-austurs, og sé sennilega komin í vindstöðu hinumegin frá, en viti ekki af mér, og með það sama sólhendist ég af stað í sömu stefnu (norð-austur) og í sömu andrá sem ég hljóp lætur Sigurður byssuna síga, færið var orðið of langt. Framundan mér er dálítið holt, lyng- og hrísivaxið, og þar sem ég sé ekki dýrið, álykta ég að það hafi farið í laut, sem lá í sömu stefnu og ég hljóp, en neðar og til vinstri við mig. En út af horni fyrr- nefnds holts er dæld, eða dalur, geysi- breiður. Hleyp ég nú sem mest ég má, og heiti því með sjálfum mér, að þó að ég drepi mig skuli ég ekki linna fvrr en ég komi á holtsbrúnina og sjái niður í dalinn. í því að ég kem fram á brúnina sé ég greyið fyrir neðan mig. Færið er hroðalegt, en ég verð að reyna, dýrið er livekkt, byssan góð og skotið þénar henni vel. Tófan sér mig um leið og ég hlamma mér á annað hnéð, og stanzar, en skot- ið ríður af í rokunni. Hún hendist af stað og ekki viðlit að skjóta aftur. Þetta var von, færið hrein vitleysa, en hvað var nú þetta? Ég hendi mér niður aftur með kíkinn og fylgist með henni. Hún lemur ákaft með skottinu fram á hrygg- inn, nú er um að gera að tapa ekki sjón- um af henni, en það gengur illa, svit- inn margblindar mig. Nú er hún að hlaupa upp skáhalla klöpp hinumegin við dalinn. Þegar hún er komin nærri því upp, stanzar hún, ltorfir yfir og rek- ur síðan tipp eitt a-ú, og gengur síðan fót fyrir fót upp og yfir brúnina, en ég kippist við. Hvernig fór hún yfir brún- ina? Ég gríni, en sé ekkert. Stend ég þá upp og er orðið vel líft vegna mæðinn- ar, sem greip mig fyrir stundu síðan. Ég ltraða mér ofan í lautina og svo til hægri, og fer í stóran boga, en þegar ég er kom- inn þannig, að ég sé vel til klapparinnar, tek ég kíkinn og grannskoða. Nei, mikið þó líka! Hvað er þessi móbrúna skella, það skyldi þó aldrei vera að hún hafi lagzt þarna. Nú er betra að fara varlega. Ég dreg mig til baka, og færi mig í laut, sem liggur skáhallt í stefnu til tófunnar. Vindur er á móti mér, aðeins að ekkert lieyrist í mér. Þegar ég er kominn á viss- an stað í lautinni, álít ég að nú sé ég kominn í færi. Ég skríð upp á við, og læt hlaupið á byssunni ganga á undan mér utanundir stórum steini, sem er þarna á brúninni. Stendur heima, dauðafæri, en hvernig er þetta? Ég bregð kíkinum að augunum, sé þá að hún liggur að hálfu á hliðinni með afturfæturna kreppta und- ir sér, en tungan lafir út úr öðru munn- vikinu, og augun horfa kyrr og róleg yf- ir hinar ótakmörkuðu veiðilendur. Hér þarf ekki fleiri skot, hún er steindauð. Ég geng hægt í áttina til hennar, strýk henni nokkrum sinnum, tek hana síðan upp, og labba af stað. Hver fjandinn, ég er þó vænti ég ekki farinn að vatna mús- um? Það hlýtur eitthvað að hafa farið upp í augað á mér! Veicimadurinn 57

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.