Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 67

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Blaðsíða 67
síðustu fór í svellþykka lopasokka, og þar utan yfir í loðna uppháa klossa, með lin- um gúmmísólum. Eftir þetta fæ ég mér bita, og stenzt það á, að ég er að fá mér teyg úr kaffiflösku, þegar skot ríður af úr byrginu. Ég þeyti flöskunni og þríf byss- una og lít heim á byrgið, þar sem ég sé að Sigurður heldur á byssunni til hæfis, og að hún hreyfist frá vinstri til hægri. Þýtur þá í gegnum huga minn að tófan hafi ekki legið, heldur hlaupi hún til norð-austurs, og sé sennilega komin í vindstöðu hinumegin frá, en viti ekki af mér, og með það sama sólhendist ég af stað í sömu stefnu (norð-austur) og í sömu andrá sem ég hljóp lætur Sigurður byssuna síga, færið var orðið of langt. Framundan mér er dálítið holt, lyng- og hrísivaxið, og þar sem ég sé ekki dýrið, álykta ég að það hafi farið í laut, sem lá í sömu stefnu og ég hljóp, en neðar og til vinstri við mig. En út af horni fyrr- nefnds holts er dæld, eða dalur, geysi- breiður. Hleyp ég nú sem mest ég má, og heiti því með sjálfum mér, að þó að ég drepi mig skuli ég ekki linna fvrr en ég komi á holtsbrúnina og sjái niður í dalinn. í því að ég kem fram á brúnina sé ég greyið fyrir neðan mig. Færið er hroðalegt, en ég verð að reyna, dýrið er livekkt, byssan góð og skotið þénar henni vel. Tófan sér mig um leið og ég hlamma mér á annað hnéð, og stanzar, en skot- ið ríður af í rokunni. Hún hendist af stað og ekki viðlit að skjóta aftur. Þetta var von, færið hrein vitleysa, en hvað var nú þetta? Ég hendi mér niður aftur með kíkinn og fylgist með henni. Hún lemur ákaft með skottinu fram á hrygg- inn, nú er um að gera að tapa ekki sjón- um af henni, en það gengur illa, svit- inn margblindar mig. Nú er hún að hlaupa upp skáhalla klöpp hinumegin við dalinn. Þegar hún er komin nærri því upp, stanzar hún, ltorfir yfir og rek- ur síðan tipp eitt a-ú, og gengur síðan fót fyrir fót upp og yfir brúnina, en ég kippist við. Hvernig fór hún yfir brún- ina? Ég gríni, en sé ekkert. Stend ég þá upp og er orðið vel líft vegna mæðinn- ar, sem greip mig fyrir stundu síðan. Ég ltraða mér ofan í lautina og svo til hægri, og fer í stóran boga, en þegar ég er kom- inn þannig, að ég sé vel til klapparinnar, tek ég kíkinn og grannskoða. Nei, mikið þó líka! Hvað er þessi móbrúna skella, það skyldi þó aldrei vera að hún hafi lagzt þarna. Nú er betra að fara varlega. Ég dreg mig til baka, og færi mig í laut, sem liggur skáhallt í stefnu til tófunnar. Vindur er á móti mér, aðeins að ekkert lieyrist í mér. Þegar ég er kominn á viss- an stað í lautinni, álít ég að nú sé ég kominn í færi. Ég skríð upp á við, og læt hlaupið á byssunni ganga á undan mér utanundir stórum steini, sem er þarna á brúninni. Stendur heima, dauðafæri, en hvernig er þetta? Ég bregð kíkinum að augunum, sé þá að hún liggur að hálfu á hliðinni með afturfæturna kreppta und- ir sér, en tungan lafir út úr öðru munn- vikinu, og augun horfa kyrr og róleg yf- ir hinar ótakmörkuðu veiðilendur. Hér þarf ekki fleiri skot, hún er steindauð. Ég geng hægt í áttina til hennar, strýk henni nokkrum sinnum, tek hana síðan upp, og labba af stað. Hver fjandinn, ég er þó vænti ég ekki farinn að vatna mús- um? Það hlýtur eitthvað að hafa farið upp í augað á mér! Veicimadurinn 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.