Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Síða 73
GAMLI maðurinn stóð úti í ánni, upp
undir mið læri. Þetta var áin hans. Hér
hafði liann veitt síðan hann var lítill
drengur, og oftast á sarna staðnum, rétt
neðan við fossinn. Niðurinn í fossinum
hafði oft og einatt kæft köllin heiman-
að, um að maturinn væri tilbúinn, og
því hafði hann stundum fengið ákúrur
og engan mat, þegar heim kom. En það
var nú orðið langt síðan.
Sá gamli þekkti, hvernig áin þrýsti
að stígvélunum, og hann naut þess í
ríkum niæli, að geta enn varizt ásókn
hennar, til þess að reyna að slá honum
flötum. Sólglampinn frá vatninu skrám-
aði í augun og myndaði nýjar hrukkur
í skorpnu andlitinu. Sólin vermdi og
mýkti stirða limi hans. Köstin urðu
mýkri og flugan féll léttar á vatnið með
hverju kasti. Köstin voru að sönnu
livorki eins mjúk né löng og fyrir þrjá-
tíu árum, en hann hafði lært af reynsl-
unni, að lengdin ræður ekki alltaf úr-
slitum. Áin var orðin honum opin bók,
og kæmi hann að nýrri á, sá hann strax
livar fiskur lá undir steini og hvar eng-
in von væri um líf. Flugusafn lians
hafði orðið fábreyttara eftir því sem
árin liðu. Frá unglingsárunum, þegar
hann átti fullar bækur og möppur af
flugum í öllum regnbogans litum, og
til þessa dags — þegar tegundirnar voru
aðeins orðnar 5 eða 6, í nokkrum stærð-
um — var löng, samfelld röð af veiðiár-
um, svo mörgum, að þau voru farin að
renna saman í huga hans. Þau mynduðu
bjart baksvið á lífi hans, eftir að hann
var kominn „í hornið“. Heimilisfang:
C/o Jörgen Hall og frú, en það voru
tengdasonur hans og dóttir.
Elísabet dóttir lians var ekki alltaf
sem hrifnust af þessu hugðarefni föður
síns. Hún átti til að vera þung á brún-
ina, þegar hann kom heim blautur upp
að mitti, og stöku sinnum hafði hún
tilkynnt honum, að héldi hann þessu
áfram, yrði hann að hugsa sér fyrir öðr-
um dvalarstað. En þeim gamla skildist
Veiðimaðurinn
63