Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 10

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 10
Málgagn stangveiðimanna - Nr.123 Ljósm. RH. „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. “ Þessar ljóðlínur úr kvæðinu Fákar eftir Einar Benediktsson tengjast ósjálfrátt þessari mynd, þó slík fjölskyldustemmn- ing sé mun sjaldgæfari við laxveiði heldur en silungsveiði, enda víða bannað að hafa með sér börn við laxveiðiár. Þar af leiðandi verður að telja silungs- veiði meira fjölskyldusport heldur en lax- veiði, enda veitir hún fólki fremur hið rétta uppeldi í sportinu, því þar lærir það að hrista af sér þær hömlur sem gervimenn- ing borgarlífsins setur því, njóta útiver- unnar við frumstæð þægindi og huga að ýmsum dásemdum náttúrunnar og reynd- ar tilverunnar allrar, án þess að fyrirverða sig fyrir kostnaðinn. Samkvæmt nýlegum upplýsingum keyptu Islendingar lyf fyrir u.þ.b. 2 milljarða kr. árið 1986, en því miður höf- Forsíðu- myndin um við ekki mælikvarða um það hversu stóran hlut við veiðimenn eigum í þeirri hít, né hversu gífurlegar upphæðir við getum sparað í lyfjakaupum með því að efla aðstöðu fyrir fólk, til heilbrigðrar úti- vistar í okkar fögru og ómenguðu náttúru. Skyldi það nokkuð vera of fjarlægur draumur að sjá opnaðan fólkvang, eins konar veiðimannaparadís upp á Arnar- vatnsheiði? Væri það ekki verðugt verkefni fyrir Landssamband stangaveiðifélaga að beita sér fyrir því að sameina stangaveiðifélögin í því að byggja þar nokkur smáhýsi í sam- vinnu við veiðiréttareigendur og fá Vega- gerðina til að gera þangað akfæran veg bæði að sunnan og norðan? Og skyldi þá ekki fækka pilluglösunum á mörgum heimilunum, ef þessi draumur yrði að veruleika? Það er sérstök ástæða til að fagna þeirri ákvörðun Stangaveiðifélags Reykjavíkur að hafa nú nýlega tekið á leigu Geitabergs- vatn í Svínadal og bjóða upp á nokkurra daga hópferðir til Veiðivatna og hugsan- lega til bleikjuveiði á Grænlandi. Er ekki að efa að mikil þátttaka verður í þessum ferðum, enda varla hægt að hugsa sér heilbrigðara fjölskyldusport heldur en silungsveiði, því þar njóta jafnt ungir sem aldnir samvista við móður náttúru, sem okkur öllum ber að rækta og varðveita sam- eiginlega, afkomendum okkar til farsældar og öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Myndin sýnir Þórð Pélursson, veiði- vörð við Laxá í Aðaldal, aðstoða Ingva Hrafn Jónsson og fjölskyldu við að landa laxi á Suðurhólma. R.H. 6 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.