Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 11

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 11
Árni Erlingsson Upphaf stangaveiði austanfjalls Sennilegt er að það sé ekki fyrr en upp úr 1850 að farið er að stunda stangaveiði hér á landi. Segja má að Bretar hafi þar rutt brautina, því um þetta leyti tóku þeir að koma hingað til lands til veiða, einkum í ánum í Borgarfirði. Talið er að Andrés Andrésson (Vigfús- sonar) Fjeldsted sé fyrsti Borgfírðingur- inn sem stundaði stangaveiði. í byggðasafninu í Borgarnesi er veiði- stöng sem hann fékk frá Englandi árið 1852 og segir Björn Blöndal hinn kunni veiði- maður og rithöfundur frá því að það sé að sögn fyrsta veiðistöngin sem til lands- ins kom (sbr. B.Bl.: 1972, 182). En það er fleira sem gerist um þetta leyti varðandi laxveiði hér á landi og er það reyndar að nokkru tengt komu Bretanna og stangaveiði þeirra. Laust fyrir 1860, í kjölfar aukins versl- unarfrelsis, tóku breskir fésýslumenn að renna hingað hýru auga. Þar var framar- lega í flokki James Ritchie er átti niður- suðuverksmiðju í Peterhead á austanverðu Skotlandi. Hann kom hingað vorið 1857 með búnað allan er til niðursuðu þurfti og reisti hús við Brákarpoll, þar sem Borgar- nes stendur nú. Hann keypti lax af bænd- um og sauð hann niður. Sama sumar hafði Andrés Vigfússon Fjeldsted bóndi á Hvítárvöllum norskan Arm Erlingsson er kennari á Selfossi og félagi í Slangveiðifélagi Selfoss. Hann hefur kannað upphaf stangveiði í Ames- sýslu og birtast hér niðurstöður rannsókna hans. mann að gistivini. Norðmaðurinn kenndi honum nýja aðferð við netalagnir í Hvítá, eða þá að hlaða grjótgarða út í ána og nota svonefnd króknet. Við það jókst veiðin til muna (má segja að þetta sé sú aðferð sem enn tíðkast lítið breytt þegar lax er veiddur í net). Sumarið eftir flutti Ritchie starfsemi sína að Grímsárósi og í um tvo tugi ára keypti hann lax úr öðrum ám, m.a. Elliða- ánum, í sama skyni (sbr. Jón Helgason: 1967, 31-32). VEIÐIMAÐURINN 7

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.