Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 16

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 16
Við Kaldárhöfða áfjórða áratugnum. Aðstceður eru nú mjög breyttar þarna, höfðinn t.v. hefur verið lcekkaður og þar er nú brúin að Steingrímsstöð. Ljósm. Karl Guðmundsson. ekki verið seld svo dýru verði á innlendum markaði. (Árið 1852 var hún seld á 650 ríkisdali, þá að sjálfsögðu með veiðirétti). Samt má segja að hagsmunir kaupanda hafí verið nokkuð vel tryggðir með afsal- inu, sbr. ákvæðin um afnot lands. Hverra manna? Hver var hann þá þessi William Hog- arth? Rétt þykir að gera hér nánari grein fyrir því. William Hogarth var sonur Georgs Hogarth sem var umsvifamikill kaup- sýslumaður í Aberdeen. Georg var mjög áhugasamur um allt er að laxveiðum laut. Eftir þeim heimildum að dæma sem tekist hefur að afla og eru frá árinu 1825 (sbr. British Parliamentary Papers: 1970, 329- 331), virðist að flesta þræði veiðimála á norðaustanverðu Skotlandi hafi hann þá haft í sínum höndum. Hann virðist m.a. hafa verið frumkvöðull að ýmiss konar til- raunum í þeim efnum s.s. með klak við mismunandi aðstæður, þ.á.m. reyndi hann klak í söltu vatni. Einnig er athyglisvert að. um þetta leyti virðist það hafa verið skoðun manna að unglaxinn (grilse) og stærri lax (salmon) væru ekki ein og sama tegundin (enda löngum gerður greinarmunur þar á hjá Bretum), en Georg Hogarth fullyrti þá að þar væri örugglega um sama fiskinn að ræða. Hann er með aflatölur úr helstu án- um í Skotlandi s.s. Dee og Don allt frá ár- inu 1790 (annars vegar grilse og hins vegar salmon) og virðist veiðin heldur aukast á þessu 35 ára tímabili, þó nokkuð sé það raunar misjafnt. William Hogarth gerist svo hluthafí í fyrirtækjum föður síns og virðist hann vera tekinn við stjórn þar árið 1836. Gerir hann veiðimálin að aðalatvinnu sinni og virðist hann vera viðriðinn leigumála og veiðar í mjög mörgum ám Skotlands s.s. Tay, Dee, Don, Spey, Findorn, Nairn, einnig sjávarveiði. Þá gerist hann ekki síður stórtækur sem kaupandi þess fisks sem veiðist enda eitt af hans fyrirtækjum (Dixon, Hogarth & Company) starfrækt á sviði matvælaiðnaðar (sala vista). Var það mjög vel þekkt, gerði m.a. víðtæka samn- inga við bresku stjórnina um útbúnað og sölu vista meðan á Krímstríðinu stóð 1854-1856. Hafði fyrirtækið mjög gott orð á sér. Og enn tekur sonur við af föður. Alex- ander Pirie Hogarth (f. 1834, d. 25/7 1903) sonur Williams tekur svo við fyrirtækjum þeirra og er þá skipaútgerð orðin stór þátt- ur í umsvifum þeirra (Aberdeen Steam Navigation Company). Aflaði hann sér víðtækrar þekkingar og reyndist mjög framsýnn útgerðarmaður. Hann innleiddi þar ýmsar nýjungar sem síðar þóttu sjálf- sagðar. Einnig er þess getið að hann hafi verið frumkvöðull á fleiri sviðum, m.a. hafí hann haft mikla ánægju af því að leika 12 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.