Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 25

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 25
Fróðlegur formannafundur með fískifræðingum og sérfræðingum í físksjúkdómum og ræktunarmálum Stjórn Landssambands stangarveiðifélaga boðaði til fundar 31. janúar s.l. í salarkynn- um Stangaveiðifélags Reykjavíkur og voru þátttakendur formenn stangveiðifélaga, fiskifræðingar, fisksjúkdómafræðingar, fulltrúar veiðiréttareigenda, forustumenn í laxeldis- og ræktunarmálum og fleiri. Erindi fluttu fiskifræðingarnir Jón Kristjánsson og Tumi Tómasson. Síðan fóru fram umræður um þau mál, er snerta starfssvið og hagsmuni framangreindra aðila og verið hafa ofarlega á baugi undan- farið, eða eins og sagði í fundarboði: 1. Ný- legur innflutningur á norskum laxahrogn- um og hugsanleg áhrif þess fordæmis í framtíðinni. 2. Gífurlegur fjöldi heimilda til ádráttar í laxveiðiám. 3. Hugsanleg áhrif ríkisstofnana og annarra fyrirtækja á verðmyndun laxveiðileyfa í skjóli skatt- hlunninda. Það var samdóma álit þeirra, sem þátt tóku í þessum fundi, að hann hefði verið mjög fróðlegur og gagnlegur. Hér fer á eftir ávarp, sem Rafn Hafn- fjörð, formaður L.S., flutti í upphafi fund- arins. Kæru félagar, góðir gestir. Ég býð ykkur alla hjartanlega velkomna til þessa formannafundar, sem við köllum svo, - og gæti ég þó alveg eins sagt til þess- arar veiðiferðar nú á þorra, því ætlun okkar í stjórn L.S. er að reyna að veiða hér ýmiss konar fróðleik upp úr þeim sérfræðingum, sem við höfum boðið hingað. Það má með sanni segja, að svo margar kenningar og getgátur um nánast allt, sem viðkemur fískirækt og laxveiði, hafí verið á sveimi í undirdjúpunum og reyndar einnig á yfirborðinu, að okkur stangveiði- mönnum, sem erum fyrst og fremst leik- menn, hefur fundist að við værum sífellt að fiska í æ gruggugra vatni nú hin síðari árin, hvað þessi málefni varðar. Tilgangurinn með þessum fundi er því fyrst og fremst sá að leita eftir upplýsing- um víðvíkjandi þeim málefnum, sem sífellt eru að koma upp á yfirborðið bæði í fjöl- miðlum og manna í milli, - og eru reyndar sífellt uppi á borðinu hjá okkur í stjórn L.S. Við vonum því að þessi fundur verði til þess að hjálpa okkur og reyndar öðrum, sem að þessum málum starfa, við að finna þeim málaflokkum, sem við munum hér fjalla um, einhvern fastan og farsælan far- veg. Þá á ég við einhverja sundurliðun á öllum þessum fjölmörgu vandamálum, sem okkur virðist steðja að hinni nýju at- vinnugrein, fiskeldinu, og þá jafnframt okkar helsta áhugamáli, - laxveiðinni. VEIÐIMAÐURINN 21

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.