Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 27

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 27
Frá formannafundinum. Ljósm. rh. mála fyrir þessum dagskrárlið, til að skýra ástæðuna fyrir áhyggjum okkar stangveiði- manna vegna þessarra heimilda. Þetta mál er einnig sífellt að skjóta upp kollinum innan okkar samtaka og það ekki að ástæð- ulausu, því okkur skortir þarna einnig fag- lega þekkingu til að geta tekið afstöðu. Við sendum Veiðimálastofnun eftirfar- andi bréf 17. desember s.l.: Vinsamlegast veitið Landssambandi stangaveiðifélaga eftirfarandi upplýsingar: Hvaða veiðifélög fengu heimild til ádráttar (eða netaveiði) á þessu ári, þar sem stangaveiði er stunduð í laxveiðiám og hvað varð um laxinn? Er þeim ekki skylt að gefa upp til Veiði- málastofnunar eftirfarandi? 1. - Hve mikið fékkst af laxi og hversu mikið af hvoru kyni? 2. - Hvar á vatnasvæðinu laxinn var veiddur? 3. - Hvað gert var við laxinn? Var hann drepinn og settur á markað? Var hann settur í eldisstöð við ána sem hann var tekinn úr, eða var hann seldur lifandi til fjarlægra stöðva og þá hvaða stöðva? 4. - Á hvem hátt var hann fluttur lifandi til fjarlægra stöðva? 5. - Var fulltrúi frá Veiðimálastofnun, eða einhver með faglega þekkingu, viðstaddur ádráttinn? Við teljum að Landssambandi stanga- veiðifélaga sé nauðsynlegt að fá sem ítar- legastar upplýsingar um þessi mál, til að geta fylgst með framvindu allra tilrauna sem gerðar eru til að viðhalda eða auka fiskstofna í ám og vötnum landsins. Stangaveiðifélögin eru hinn stóri mark- aður fyrir veiðiréttareigendur í landinu og okkur í stjórn L.S. ber að tryggja umbjóð- endum okkar eins góða vöru og kostur er. Þess vegna teljum við að gagnkvæmt upp- lýsingastreymi sé nauðsynlegt öllum þeim aðilum sem að þessum málum vinna. Okkur barst bréf frá Veiðimálastofnun- inni dags. 18. desember með lista yfir veitt ádráttarleyfi. VEIÐIMAÐURINN 23

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.