Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 32

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 32
Falleg bók um Elliðaárnar Fyrir síðustu jól kom út bókin „Elliðaárn- ar“ eftir Asgeir Ingólfsson. Þetta er glæsi- leg bók og sérlega til hennar vandað, og sem slík tekur hún sæti meðal íslenzkra bóka um stangveiði við hliðina á „Laxá í Aðaldal“ eftir Jakob V. Hafstein, sem út kom árið 1965. Þetta er önnur bókin um Elliðaárnar, hin er „Elliðaárnar, Paradís Reykjavíkur“ eftir Guðmund Daníelsson, sem kom út árið 1968. Bók Asgeirs skiptist í tvo meginhluta. I þeim fyrri er rakin saga Elliðaánna allt frá landnámsöld til vorra daga. Þar greinir frá eigendum ánna og leigumálum, nýt- ingu ánna með ýmsum veiðiaðferðum og hinum frægu Elliðaármálum. Sagt er frá þýðingu ánna í vatnsveitu- og raforku- málum Reykvíkinga. Rakin er saga stang- veiðinnar í ánum, og þá laxaræktarinnar undir merkri forustu Steingríms Jónsson- ar rafmagnsstjóra. Þarna er einnig að fmna viðtöl við nokkra gamla „Elliðaármenn“, sem nú eru látnir, um stangveiðina um og upp úr aldamótunum síðustu. Þessum fyrri hluta bókarinnar lýkur með athyglis- verðum kafla um framtíð Elliðaánna. Síðari hluti bókarinnar, sem er lýsing á veiðistöðum árinnar, verður nokkuð ein- hæfur lestur, þegar fram í sækir, enda erfitt að lýsa, svo að skemmtilegt geti orðið aflestrar, hverjum veiðistaðnum á fætur öðrum, ekki sízt í á eins og Elliðaánum, þar sem fátt stórbrotið er að fínna. Hér hefðu veiðisögur og annar fróðleikur í bland mátt lífga upp á frásögnina. Þetta er aftur á móti bætt upp með fjölda ágætra litmynda af veiðistöðum. Vafalaust geta þeir, sem halda til veiða í Elliðaánum og eru þar ekki öllum hnútum kunnugir, haft gagn af því, sem hér er sagt um hvern einstakan veiðistað. En bókin á vissulega erindi til fleiri en þeirra, sem veiða í Elliðaánum, því að í henni er marg- víslegan fróðleik að finna, auk þess sem myndirnar standa fyrir sínu. Bókin er 204 bls., með um 110 ljós- myndum, bæði gömlum, sögulegum myndum og um 80 litmyndum, sem flestar eru teknar sérstaklega fyrir þessa útgáfu af Gunnari Vigfússyni, Rafni Hafnfjörð og Birni Rúríkssyni. Þá er í bókinni loftmynd í litum af Elliðaánum og nágrenni, þar sem færð hafa verið inn nöfn allra veiðistaða og örnefni í umhverfi ánna. Uppsetning og útlit, prófarkalestur og frágangur allur er til fyrirmyndar. Það er Isafold, sem gefur út þessa eigu- legu bók. M.Ó. 28 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.