Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 37

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 37
Tumi Tómasson Áhrif ádráttar að hausti á laxastofna í ám Inngangur Allt síðan klakhús voru reist og fyrst starfrækt á íslandi, laust fyrir aldamótin, hefur klakfiskur verið sóttur í árnar á haustin. Hér hefur oftast verið um tiltölu- lega lítið magn að ræða. Samfara uppbygg- ingu eldisstarfsemi í landinu þróaðist einnig hafbeit, og úr henni fengust klak- fiskar. Þannig varð vaxandi þörf fyrir hrogn og klakfisk fram til ársins 1984 mætt að miklu leyti með sölu þessarra afurða úr hafbeitarstöðvum, t.d. Kollafirði, Lárósi og Vogalaxi. Fyrri part vetrar 1984 fannst nýrnaveiki í Kollafjarðarstöðinni og síðar einnig hjá öðrum hafbeitarstöðvum (Pól- arlax og Vogalax) sem höfðu notað Kolla- fjarðarfisk. Þar með var tekið fyrir sölu hrogna innanlands úr þessum stöðvum. Á síðustu tveimur til þremur árum hef- ur átt sér stað gífurleg uppbygging í lax- eldi, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Ýmsir hafa orðið til þess að ala lax til und- aneldis, en reynslan af hrognum úr eldis- laxi er enn misjöfn og oft slæm. Þetta, ásamt minnkandi framboði úr hafbeitar- stöðvum, hefur orðið til þess að ásókn í klaklax úr ánum hefur stóraukist, og aldrei verið meiri en s.l. sumar. Veiðimenn hafa ekki farið varhluta af þessari þróun, því mörgum hefur verið boðið gott verð fyrir vel með farnar, lifandi hrygnur. Tumi Tómasson lauk prófi í fiskifraði frá ríkisháskólanum í Oregon í Bandaríkjun- um árið 1978 og starfaði því ncest um tíma í Borgarnesi á vegum Veiðimálastofnunar, en hélt þá til Suður-Afríku, þar sem hann vann að rannsóknum. Hann veilir nú for- stöðu Norðurlandsdeild Veiðimálastofn- unar á Hólum t Hjaltadal. Meðfylgjandi grein er byggð á erindi, sem Tumi flutti á fundi L.S. 31. janúar s.l. sem sagt er frá hér í blaðinu. VEIÐIMAÐURINN 33

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.