Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 39

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 39
Það er því ekki hægt á þessum grundvelli að byggja upp stórar göngur með friðunar- aðgerðum. Út frá þessum atriðum getum við síðan ákveðið hvort óhætt sé að leyfa ádrátt, hvort hann sé til skaða eða e.t.v. til bóta. Áhrif á einstaka veiðistaði Oft hefur heyrst að veiðistaðir hafí verið eyðilagðir með ádrætti. Þess eru mörg dæmi að dregið hafi verið á sömu staði um langt árabil, án þess að veiði þar hafi sveifl- ast á aðra lund en á öðrum stöðum. Adrátt- ur var ein helsta veiðiaðferðin um langt árabil í mörgum ám eins og nöfn ýmissa veiðistaða bera með sér (t.d. Langidrátt- ur). Eins þekkjast mörg dæmi þess að staðir sem hafa gefíð vel hafí gjörsamlega brugð- ist um lengri eða skemmri tíma, þótt aldrei hafí verið dregið þar á. Flest bendir til að aðrir þættir en veiði skipti sköpum um það hvort lax stoppi og taki á einum stað fremur en öðrum. Árnar eru sífellt að breytast. Mér þykir mun lík- legra að breytingar á hyljunum sjálfum skipti meira máli í þessu sambandi en saga veiðanna í þeim. Oft hefur tekist að búa til nýja veiðistaði þar sem engir voru áður. Þetta leiðir þá til að færri laxar dveljast á gömlu veiðistöðunum. Tæpast væri mögu- legt að búa til nýja veiðistaði ef allir laxar sem í árnar gengu hefðu ákveðið heimilis- fang. Er hætta á að hrygningarstofninn verði of lítill? Til að geta gert okkur grein fyrir því hvort gengið sé of nærri hrygningarstofn- inum með ádrætti á haustin verðum við að taka tillit til eftirfarandi þátta. 1. Hversu stór þarf hrygningarstofninn að vera? 2. Hversu stór er gangan, og hvaða hlutfall er veitt á venjulegum veiði- tíma. Æskileg stærð hrygningarstofnsins Hér á landi hefur enn ekki verið kannað til hlítar hver sé heppileg stærð hrygning- arstofns. Þetta fer eftir ýmsu. Ef vaxtar- hraði er góður og seiðin dvelja stuttan tíma í ánum (2-3 ár) má hrygningarstofninn vera stærri en þegar seiðin dveljast lengur í ánum (4-5 ár). I þessu sambandi er al- gengt að miðað sé við 3-0,5 hrogn/m2 (Symons, 1979). Vaxtarhraði seiða er misjafn innan og milli áa og milli ára, og ræðst m.a. af botn- gerð, frjósemi vatnsins, hitafari og seiða- þéttleika. Kalt tíðarfar eða mikill seiða- þéttleiki eitt árið verður til þess að draga úr vexti seiðanna, lengja ferskvatnsdvöl þeirra og því minnka þann fjölda hrygna sem má æxlast næstu árin til að uppeldis- skilyrði haldist sem best. Hrogn í íslenskum laxi eru fremur smá, og má ætla að úr hverri hrygnu fáist um 1600-1800 hrogn/kg. Miðað við 1 hrogn /m2 þyrfti því þrjár 10 punda hrygnur á hvern km í 30 m breiðri á. Hvað er veiðiálagið í íslenskum ám? En hvað skyldi nú vera veitt mikið af laxi á stöngina, og hve hátt má ætla að það hlutfall sé af heildargöngunni? Þór Guð- jónsson (1986) hefur nýlega tekið saman Tafla 2. Veiðiálag í nokkrum íslenskum ám (Þór Guðjónsson, 1986). Lengd Veiðiálag % Á athugana Lágmark Hámark Meðaltal Ölfusá-Hvítá 12 ár 25 70 51 Elliðaár 32 ár 23 58 35 Úlfarsá 6 ár 14 46 29 Norðurá 13 ár 11 82 25 Blanda 4 ár 55 82 68 VEIÐIMAÐURINN 35

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.