Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 39

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 39
Það er því ekki hægt á þessum grundvelli að byggja upp stórar göngur með friðunar- aðgerðum. Út frá þessum atriðum getum við síðan ákveðið hvort óhætt sé að leyfa ádrátt, hvort hann sé til skaða eða e.t.v. til bóta. Áhrif á einstaka veiðistaði Oft hefur heyrst að veiðistaðir hafí verið eyðilagðir með ádrætti. Þess eru mörg dæmi að dregið hafi verið á sömu staði um langt árabil, án þess að veiði þar hafi sveifl- ast á aðra lund en á öðrum stöðum. Adrátt- ur var ein helsta veiðiaðferðin um langt árabil í mörgum ám eins og nöfn ýmissa veiðistaða bera með sér (t.d. Langidrátt- ur). Eins þekkjast mörg dæmi þess að staðir sem hafa gefíð vel hafí gjörsamlega brugð- ist um lengri eða skemmri tíma, þótt aldrei hafí verið dregið þar á. Flest bendir til að aðrir þættir en veiði skipti sköpum um það hvort lax stoppi og taki á einum stað fremur en öðrum. Árnar eru sífellt að breytast. Mér þykir mun lík- legra að breytingar á hyljunum sjálfum skipti meira máli í þessu sambandi en saga veiðanna í þeim. Oft hefur tekist að búa til nýja veiðistaði þar sem engir voru áður. Þetta leiðir þá til að færri laxar dveljast á gömlu veiðistöðunum. Tæpast væri mögu- legt að búa til nýja veiðistaði ef allir laxar sem í árnar gengu hefðu ákveðið heimilis- fang. Er hætta á að hrygningarstofninn verði of lítill? Til að geta gert okkur grein fyrir því hvort gengið sé of nærri hrygningarstofn- inum með ádrætti á haustin verðum við að taka tillit til eftirfarandi þátta. 1. Hversu stór þarf hrygningarstofninn að vera? 2. Hversu stór er gangan, og hvaða hlutfall er veitt á venjulegum veiði- tíma. Æskileg stærð hrygningarstofnsins Hér á landi hefur enn ekki verið kannað til hlítar hver sé heppileg stærð hrygning- arstofns. Þetta fer eftir ýmsu. Ef vaxtar- hraði er góður og seiðin dvelja stuttan tíma í ánum (2-3 ár) má hrygningarstofninn vera stærri en þegar seiðin dveljast lengur í ánum (4-5 ár). I þessu sambandi er al- gengt að miðað sé við 3-0,5 hrogn/m2 (Symons, 1979). Vaxtarhraði seiða er misjafn innan og milli áa og milli ára, og ræðst m.a. af botn- gerð, frjósemi vatnsins, hitafari og seiða- þéttleika. Kalt tíðarfar eða mikill seiða- þéttleiki eitt árið verður til þess að draga úr vexti seiðanna, lengja ferskvatnsdvöl þeirra og því minnka þann fjölda hrygna sem má æxlast næstu árin til að uppeldis- skilyrði haldist sem best. Hrogn í íslenskum laxi eru fremur smá, og má ætla að úr hverri hrygnu fáist um 1600-1800 hrogn/kg. Miðað við 1 hrogn /m2 þyrfti því þrjár 10 punda hrygnur á hvern km í 30 m breiðri á. Hvað er veiðiálagið í íslenskum ám? En hvað skyldi nú vera veitt mikið af laxi á stöngina, og hve hátt má ætla að það hlutfall sé af heildargöngunni? Þór Guð- jónsson (1986) hefur nýlega tekið saman Tafla 2. Veiðiálag í nokkrum íslenskum ám (Þór Guðjónsson, 1986). Lengd Veiðiálag % Á athugana Lágmark Hámark Meðaltal Ölfusá-Hvítá 12 ár 25 70 51 Elliðaár 32 ár 23 58 35 Úlfarsá 6 ár 14 46 29 Norðurá 13 ár 11 82 25 Blanda 4 ár 55 82 68 VEIÐIMAÐURINN 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.