Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 44

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 44
grundvöllur líísins. Prótínin eru úr löng- um keðjum amínósýra. 20 mismunandi amínósýrur eru þekktar sem bygginga- steinar prótína. Það er röð amínósýranna sem ræður mestu um séreinkenni prótínsins. Ein- kennin ráða svo starfsemi eða hlutverki prótínsins, þ.e.a.s. hvernig þau virka. Að baki hvers prótíns standa erfðaefni sem stjórna framleiðslu á viðkomandi pró- tíni. Hjá hinum ýmsu tegundum hryggdýra má fínna u.þ.b. 100000 mismunandi pró- tín, og að því best er vitað hefur hver tegund sérstakt „sett“ prótína. Genin og þar með hvert einstakt prótín eru í pörum, annar hlutinn kemur frá móð- ur (egginu), hinn frá föður (sáðfrumunni). Yfirgripsmiklar rannsóknir á prótíni hafa leitt í ljós, að i fiskum eru u.þ.b. 9% hinna 100000 gena sem framleiða fleiri en eina gerð prótíns. Þessi erfðabreytileiki, sem við finnum t.d. hjá laxi, á sér rætur í 9000 genum. Við höfum þannig breytileika í samsvarandi fjölda prótína. Fræðilega gef- ur þetta möguleika á 2 í veldinu 9000 eigin- leika, - óskiljanlega hárri tölu. Hvaða tilgang hefur svo afgangurinn, yfir 90% af genunum? Jú, það eru þau sem búa til prótínin sem skilja laxinn frá öðrum hryggdýrum, plöntum o.s.frv. 3. Genatíðni Fyrir hvert það gen sem sýnir breyti- leika, má gera ráð fyrir eftirfarandi: Báðir hlutarnir í genaparinu mynda ná- kvæmlega sams konar prótín. Það getur verið besta hugsanlega gerð af viðkomandi prótíni, gerðin A. Þá erum við með arfgerðina AA. Einnig getur verið til örlítið önnur gerð af þessu prótíni sem er ekki eins heppileg, - gerðin a. Hún gæti t.d. hafa orðið til við svokallaða stökk- breytingu. Við fáum þá arfgerðina Aa. Hlutfall annars af tveimur svona genum nefnum við genatíðni. Með því að gena- tíðnin breytist smám saman, veldur fín- þróunin því að lífveran aðlagast hinum sér- stöku umhverfisþáttum. Fræðilega þekkjast fjórar aðferðir til þess að breyta genatíðninni. Náttúran not- ar allar þessar aðferðir í viðleitni sinni við að aðlaga lífverurnar að staðháttum. Þessar fjórar aðferðir eru: a. Tilviljanakennd breyting á genatíðninni Fæst í næstu sportvöruverslun Léttir og sterkir River Systems vöðluskór og vöðlusokkar. Hlýir og liprir. Umboðsmenn I. Guðmundsson & CO hf. Símar: 24020/11999. 40 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.