Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 47

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 47
eldisstöðvanna. Þessi seiði koma frá Sví- þjóð, Finnlandi, Islandi, Skotlandi og írlandi. Það er alveg klárt að verið er að flytja inn erfðaefni sem er fjarlægt eða óskylt því sem Finnst í norskum laxastofnum. Flótti inn- fluttu fiskanna úr kvíum hefur í för með sér verulega hættu á að genatíðni norsku laxastofnanna breytist í óæskilega átt. T.d. eigum við á hættu að minnka mót- stöðuafl gegn sjúkdómnum vibríósa hjá náttúrulegum stofnum. Sem dæmi má benda á niðurstöður tilraunar sem gerð var í eldisstöðinni á Sunndalsöra 1974. I tilrauninni bárum við saman dánar- tíðni af völdum vibríósa hjá 14 norskum laxastofnum og einum sænskum (Luleaa). I norsku stofnunum var dauðinn á bilinu 0,87%-8,90%. í stofninum frá Luleaa var dauðinn 29,71%! Þetta er dæmi um þá erfðafræðilegu áhættu sem tekin er gagnvart náttúrulegu stofnunum með innflutningi seiða. Það er e.t.v. réttlætanlegt að nota hér hugtakið erfðamengun. En innflutningur göngu- seiða er ekki einungis sjúkdómafræðilegt vandamál, það hlýtur einnig að flokkast undir náttúruverndarmál. 2. Kerfisbundnar kynbætur á eldis- laxi I Rannsóknastöð laxflska á Sunndalsöra hafa verið stundaðar markvissar kynbætur á fiski, með það að markmiði að fá fram dýr með eiginleika sem gefa mikla uppskeru í eldi. Efniviður til kynbótanna var sóttur í staðbundna fiskstofna margra vatnasvæða. Eftir 3-4 kynslóðir hefur náðst meir en 30% aukning í vaxtarhraða, og tekist hefur að breyta ýmsum atferlisþáttum í æskilega átt (fyrir eldisfisk). Aukning í vexti og breyting á atferli þýðir væntanlega að genatíðnin hafi breyst, og sé orðin óhagstæð fyrir villta stofna. Dæmi um flótta húsvaninna dýra eru þekkt frá Astralíu þar sem rannsóknir þeirra eru sérstök fræðigrein. Niðurstöður þaðan slá föstu að afkvæmi „flóttamann- anna“ eiga tiltölulega erfítt með að komast af í náttúrunni. з. Flutningur hrogna og seiða milli fjarlægra staða Hin mikla aukning í fiskeldi og sú mikla samkeppni sem þar ríkir, hefur orðið til þess að bæði gönguseiði og hrogn eru flutt langar leiðir og út fyrir öll stofnamörk. Þess vegna eru meiri líkur á að genatíðnin sé önnur en í stofnunum sem þeir blandast. Hversu mikið af laxinum sem gengur upp í árnar er af eldisuppruna? Að öllum líkindum vantar gögn sem geta slegið því föstu en það má samt reyna að giska á það. Ef við athugum hve mikið trygginga- félögin þurftu að greiða í bætur fyrir lax sem slapp úr kvíum 1983, kemur í ljós að það voru u.þ.b. 1 milljón fiskar þegar allt er talið. Þetta var um 5% af þeim eldisfíski sem þá var í sjó. Hluti þeirra sem tapaðist var á seiða- stigi, þeir hafa sennilega gengið á uppeld- isstöðvar í hafínu. Hluti flækinganna hefur hins vegar veiðst í sjó, í reknet eða önnur veiðarfæri. Hugsum okkur nú að svo lítið sem ein- ungis 1% af fiskinum sem slapp úr kvíun- um hafí gengið upp í árnar. Þetta svarar til и. þ.b. 10000 eldisfiska. Aflinn í ánum hefur verið um 360 tonn á ári, en það svarar til 72000 laxa. Fiski- fræðingar álíta að þetta sé um helmingur af göngunni, afgangurinn hrygni í ánum. Ut úr þessu kemur hjá okkur að á meðal 72000 náttúrulegra laxa hrygni um 5000 laxar af eldisuppruna. VEIÐIMAÐURINN 43

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.