Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 51

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 51
Aðalfundur SVFR Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn í Víkingasalnum á Hótel Loft- leiðum sunnudaginn 30. nóvember. Olafur G. Karlsson, formaður félagsins, setti fundinn og minntist látinna félagsmanna. Fundarstjóri var Magnús Olafsson, en fundarritarar Rósar Eggertsson og Olafur Ólafsson. Framkvæmdastjóri félagsins, Friðrik D. Stefánsson, flutti skýrslu um starfsemina á liðnu starfsári og las reikn- inga félagsins, sem voru samþykktir. I skýrslu framkvæmdastjóra kom þetta m.a. fram: Stjórn og fulltrúaráð: A síðasta aðal- fundi félagsins var Ólafur G. Karlsson endurkjörinn formaður. Til tveggja ára setu í stjórn voru kjörnir Halldór Þórðar- son, gjaldkeri, Rósar Eggertsson og Ólafur Ólafsson. Auk þeirra sitja nú í stjórn Jón G. Baldvinsson, varaformaður, Karl Guð- mundsson, ritari, og Ólafur H. Ólafsson. Fulltrúaráðið er nú skipað eftirtöldum félagsmönnum: Karl Ómar Jónsson, for- maður, Magnús Ólafsson, Barði Friðriks- son, Axel Aspelund og Gunnar Bjarnason, allt fyrrverandi formenn félagsins, Edvard Ólafsson, Garðar Þórhallsson, Guðmund- ur Bang, Guðmundur J. Kristjánsson, Guðni Þ. Guðmundsson, Gunnar Peter- sen, Jón Kr. Sveinsson, Runólfur Heydal, Víglundur Möller og Þorsteinn Þorsteins- son. Framkvæmdastjórn og skrifstofa: Framkvæmdastjóri félagsins er Friðrik D. Stefánsson og skrifstofumaður Hanna Marta Vigfúsdóttir. Félagsmenn: I upphafi starfsárs voru félagsmenn 1929. Á árinu gengu 72 í félag- ið, 10 félagsmenn létust á árinu og 58 voru felldir út af félagaskrá vegna vangoldinna gjalda eða sögðu sig úr félaginu. Eru því félagsmenn nú 1933, en þar af eru 260 und- anþegnir fullri gjaldskyldu vegna aldnrs. Fjármál: Bókfærður hagnaður árið 1986 nemur kr. 424.436,- eftir afskriftir að upphæð kr. 401.600,- og reiknuð verð- breytingagjöld, sem námu kr. 1.199.778,-. Árið á undan var afkoman neikvæð um kr. 2.860.729,-. Velta félagsins var kr. 43.683.567,-, en nam kr. 34.144.075,- árið á undan. Eigið fé er nú kr. 23.977.513,- en var árið 1985 kr. 19.559.508,-. Hefur það því aukist um 22,6 af hundraði milli ára. Engin veðbönd eru á eignum félagsins. Félagsstarfsemi og útgáfa Veiði- mannsins: Árshátíð félagsins var að venju haldin að Hótel Sögu, Súlnasal. Fór hún fram föstudaginn 7. febrúar 1986 í 42. skipti. Var salurinn þéttsetinn gestum og þótti skemmtunin takast afbragðsvel. í skemmtinefnd störfuðu Ólafur H. Ólafs- son, formaður, Jimmy Sjöland, Jónas Jón- asson og Jón Páll Sigurjónsson. Skemmti- nefnd stóð fyrir fjórum opnum húsum í félagsheimilinu. Þar voru flutt erindi um VEIÐIMAÐURINN 47

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.