Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 57

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 57
Eftir það var mjög tregt sökum vatnsleys- is, en veiðin skánaði heldur er kom fram í september og rigningar juku vatnsmagn í ánum. Sumarið 1986 var mun skárri lax- veiði en árið á undan. Alls veiddust 102 laxar og 164 bleikjur. Arið 1985 veiddust hins vegar aðeins 46 laxar, en 254 bleikjur. Sex fiskar voru 10 pund og þar yfir, en tveir stærstu fiskarnir voru 17 punda. Meðalþyngd laxins var 5,8 pund. Bleikjan var oft mjög falleg, oftast 1,5 til 2 pund og einstaka upp í 3 pund. Gjöfulustu veiði- staðirnir voru Strengir (Símastrengur) með 25 laxa og Hamarshylur með 19 laxa. Veiðikort með gömlum nöfnum veiði- staða, sem Hjörtur Einarsson, bóndi, hafði safnað saman, var gefið út af SVFR. Svartá: Arnefnd skipuðu Grettir Gunnlaugsson, formaður, og Karl Björns- son. Þar sem fyrir lá að reyna að auka sölu veiðileyfa á silungasvæði Svartár, var farið norður í Svartárdal í maí til að afla upplýs- inga til kortagerðar af efri hluta Svartár og Fossá. Til liðs við nefndarmenn var feng- inn Þorleifur Jóhannesson bóndi í Hvammi, en hann hefur mikinn áhuga á þessu vatnasvæði öllu og er þar manna kunnugastur. Fyrir veiðitíma var svo til- búið ljósritað kort af silungasvæðinu, svo að nú er allt veiðisvæði Svartár kortlagt. Ekki hafði nefndin nein afskipti af niður- setningu gildrunnar í ánni, en hún var í ár á sama stað og 1985. Kassarnir voru tveir eins og í fyrra, en nú brá svo við, að nær all- ur fiskur gekk í vestara hólfið. í flestu er farvegur árinnar óbreyttur frá fyrra ári, nema milli Hólahorns og Svartárbrúar, þar sem Vegagerðin breytti farveginum, lík- lega til að fá strauminn þvert undir brúna. Er þar allmikið rask og malarhaugar. Eins og í fyrra var Svartárlaxinn í smærra lagi, meðalþyngd nú 7,14 pund. Meðalþyngdin 1985 var 6,24 pund, en 10,14 pund 1984. Þrátt fyrir slaka meðal- þyngd veiddist í sumar stærsti fiskur, sem fengist hefur úr Svartá í mörg ár, og reynd- ist sá vega 22 pund. Það var Axel Magnús- son frá Neskaupstað, sem þennan stór- fisk dró. Framan af sumri gekk fiskur mjög tregt úr Blöndu í Svartá, og sem hin síðari ár var mikið um særðan fisk. Veiðin jókst nú úr 330 löxum í fyrra í 388 laxa í ár. Auk þess veiddust tveir laxar uppi á silungasvæðinu, sem eru ánægjuleg tíðindi og sannar það, sem ýmsir hafa haldið fram, að eitthvað af laxinum gengur langt fram ána. Það vekur athygli, hve mikið veiðist rétt neðan .við gildruna, og komu nú 17 fiskar úr Hólahorninu. Þarf tæplega að draga í efa, að gildran stöðvar eða tefur göngu laxins. I ár var haldin veiðibók fyrir silunga- svæðið. Þar veiddust tveir laxar, 12 urriðar og 132 bleikjur. Fengsælastir urðu þeir, sem lögðu leið sína inn með Fossá, en lax- arnir veiddust báðir í Hallarhyljum, skammt framan við Hvamm. Sjá veiðiskýrslu hér í blaðinu. Blanda: Eins og á fyrra ári hafði SVFR á leigu þriðja hvern dag á tímabilinu frá 5. júní til 4. september. Stangveiðifélag Austur-Húnvetninga og Stangveiðifélag Sauðárkróks höfðu hvort um sig hina þriðjungana. í Blöndu veiddist mjög vel í sumar og komu 1816 laxar á land. Breiðdalsá: Vatnasvæði Breiðdals gaf 158 laxa í sumar og hefur ekki veiðst þar jafnmikið í allmörg ár, eða síðan 1980. Eitt ár er eftir af leigu- og ræktunarsamn- ingi og hefur SVFR fullan hug á endur- nýjun samnings við veiðiréttareigendur, sem ætíð hefur verið gott að skipta við. Snæfoksstaðir í Hvítá: Eins og árið á undan höfðu SVFR og Stangveiðifélag Selfoss samvinnu um leigutöku veiðinnar á þessu svæði. Þarna veiddist ágætlega. VEIÐIMAÐURINN 53

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.