Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 61

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Síða 61
Veiðipósturinn Árni Steinsson á Akureyri sendi Veiði- manninum eftirfarandi línur og myndirn- ar, sem hér fylgja með: „Við veiðifélagarnir höfum oft rætt okkar á milli að senda Veiðimanninum eitthvert efni, en aldrei orðið úr. Þegar ég skoðaði myndir frá liðnu sumri, lét ég verða af því að senda þessar línur. Fyrri myndin er tekin fyrir utan Vöku- holt við Laxá í Þing. og sýnir fallega veiði, sem aldna kempan Kristján P. Guð- mundsson fékk s.l. sumar. Kristján fékk 4. júlí fimm stórlaxa, frá 14 til 22 pund, alla á flugu. Þrjá af þessum löxum, 22, 20 og 19 pund, sjáum við á myndinni. 22 punda fiskurinn fékkst á Oseyri á Laxá blá, 20 pundarinn fékkst við Hrúthólma á Fox fly og 19 punda laxinn tók Laxá blá á Oseyr- inni. Allar voru flugurnar nr. 6. Seinni myndin er tekin við Brúarhyl í Laxá í Þing. Hvað eru mennirnir að gera? Þessi fallegi 19 punda lax gleypti bók- staflega „járnið“, svo að veiðifélagarnir, Þórður Hinriksson og Halldór Gestsson, þurftu að beita allri lagni til að losa fisk- inn, sem var nýrunninn og fallegur. Kristján P. Guðmundsson tneð 22, 20 og 19 punda laxa, veidda á Óseyri og við Hrúthólma í Laxá í Þing. 57

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.