Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 65

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Blaðsíða 65
Þrír 22 p hængar kepptu um verðlaun Verðlaun fyrir stærstu laxana, sem veidd- ust á vatnasvæðum SVFR sumarið 1986, voru afhent á árshátíð félagsins 6. febrúar s.l. Sigurveig Stefánsdóttir veiddi stærri lax en nokkur önnur kona og hlaut fyrir það Sportstyttuna. Laxinn hennarvar 14 p hængur og veiddi hún hann á maðk í Krók- eyrarhyl í Svartá 22. ágúst. Stærstu flugulaxarnir í Norðurá voru þrír 15 pundarar og með hlutkesti hlaut Ingibergur Ingibergsson Norðurárílugu- bikarinn. Hrygnan hans tók rauða túpu- flugu í Munaðarnesveiðum 18. júní, en hængur Arnar Bjartmars Péturssonar tók Black Sheep nr. 6 á Brotinu 20. júní, og hængur Péturs Georgssonar tók Frances nr. 10 í Munaðarnesveiðunum 8. júlí. Haraldur Guðjónsson fékk Utilífs- bikarinn fyrir stærsta flugulaxinn í Elliða- ánum, 15 p hæng á Dentist straumflugu nr. 8 á Hrauninu 18. ágúst. Vesturrastarstyttan er veitt fyrir stærsta laxinn, sem veiðist á hvaða leyfilegt agn sem er á veiðisvæðum SVFR. Þar komu þrír félagsmenn til greina, sem allir höfðu veitt 22 p lax s.l. sumar. Við hlutkesti kom upp nafn Axels Magnússonar, sem þann 6. september veiddi 22 p hæng á maðk í Hlíð- arkvörn í Svartá. Hinir veiðimennirnir voru Hrafnkell Kjartansson, sem fékk 22 p hæng á Klöppinni á veiðisvæði Alviðru í Sogi 13. ágúst á Þingeying nr. 10, og Jens P. Clausen, sem fékk 22 p hæng 10. sept- ember í Kofastreng fyrir landi Bíldsfells í Sogi á Labrador Black nr. 6. Sportvalsbikarinn hlýtur sá, sem veiðir stærstan lax á flugu. Þar komu til greina þeir Hrafnkell Kjartansson og Jens P. Clausen fyrir flugulaxana, sem sagt er frá hér að ofan. Þegar varpað var hlutkesti, kom upp nafn Hrafnkels. Þá var komið að Gull og Silfur flugunni, sem einnig er veitt fyrir stærsta flugulax- inn. Sigurður Steinþórsson gerði grein fyrir þessum verðlaunagrip, sem vinnst til eignar og er sérsmíðaður hverju sinni úr gulli og hvítagulli, og með demanti, ef um 30 p lax eða stærri verður að ræða, sem enn hefur ekki komið til. Þessi fagri gripur er gefinn í minningu Steinþórs Sæmunds- sonar gullsmíðameistara. Gull og Silfur fluguna hlaut Hrafnkell Kjartansson fyrir laxinn, sem að ofan er getið, en hans nafn kom upp, þegar varpað var hlutkesti milli þeirra Jens P. Clausen. Auk þessa fengu allir, sem til greina komu, verðlaunapening. Frá verðlaunafhendingunni, f.v. Rósar Eggertsson form. bikarnefndar, Hrafnkell Kjartansson, Axel Magnús- son, Örn Bjartmars Péturs- son, Pétur Georgsson, Ingi- bergur Ingibergsson og Ólafur H. Ólafsson form. skemmtinefndar. s-ljósmyndir. VEIÐIMAÐURINN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.