Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2022, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.07.2022, Qupperneq 10
330 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Inngangur Þrátt fyrir lækkað nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi síð- ustu fjóra áratugi má enn rekja um þriðjung allra dauðsfalla til þeirra.1 Þessi lækkun er að miklu leyti afleiðing jákvæðrar þróunar á algengi og alvarleika helstu áhættuþátta kransæðasjúkdóms, svo sem lækkun blóðfitu og blóðþrýstings, en einnig minni reykinga.2 Hins vegar hafa sykursýki og offita orðið algengari síðastliðna ára- tugi, sem gæti leitt til þess að nýgengi kransæðasjúkdóma muni vaxa á ný, verði ekki gripið í taumana.1,3 Sykursjúkir eru í tvöfaldri áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum borið saman við einstaklinga sem ekki eru með sykursýki, jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir öðrum áhættuþáttum.4 Kransæðasjúkdómur sykursjúkra er oft dreifður og þrengsli ná einnig til smærri kransæðagreina. Því eru vinstri höfuðstofnsþrengsli og fjölæða kransæðasjúkdómur algengari í sykursjúkum og það hefur áhrif á horfur og fylgikvilla meðferðar.5,6 Meðferð við kransæðasjúkdómi má skipta í þrennt: lyfjameð- ferð, kransæðavíkkun (percutaneous coronary intervention, PCI) og kransæðahjáveituaðgerð (coronary artery bypass grafting, CABG).7 Margrét Kristín Kristjánsdóttir1 Heiðrún Ósk Reynisdóttir1 Brynjólfur Árni Mogensen2 Karl Andersen1,2 Tómas Guðbjartsson1,3 Martin Ingi Sigurðsson1,4 Ingibjörg J. Guðmundsdóttir1,2 Margrét Kristín Kristjánsdóttir og Heiðrún Ósk Reynisdóttir eru læknanemar við læknadeild HÍ en aðrir höfundar eru læknar við Landspítala. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, ig@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Sykursýki er vaxandi vandamál en sykursjúkir eru í aukinni hættu á æðakölkun og útbreiddum kransæðasjúkdómi miðað við annað fólk. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig meðferð kransæðasjúkdóms sykursjúkra var háttað á Íslandi frá 2010-2020. Skoðaðir voru áhrifaþættir meðferðarvals, hvort meðferð hefði breyst og langtímalifun sjúklinga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn lýðgrunduð gagnarannsókn en gagna var aflað í rauntíma með skráningu í SCAAR/SWEDEHEART-gagnagrunninn sem geymir upplýsingar um bakgrunnsþætti sjúklinga, niðurstöður kransæðaþræðinga og -víkkana og meðferðaráform. Meðtaldir voru allir sykursjúkir með kransæðasjúkdóm greindan í kransæðamyndatöku á árunum 2010 til 2020 á Íslandi. Heildarlifun var metin með Kaplan-Meier-aðferð og sjálfstæðir forspárþættir með Cox-aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Af 1905 tilfellum (1485 sjúklingar) voru 1230 (65%) meðhöndluð með kransæðavíkkun, 274 (14%) með kransæðahjáveituaðgerð og 401 (21%) með lyfjameðferð eingöngu. Aldursdreifingin var ólík í meðferðarhópunum þremur: Víkkunarhópurinn var á breiðasta aldursbilinu, hjáveituhópurinn á því þrengsta og meðalaldur lyfjameðferðarhópsins var hæstur. Sjúklingar í STEMI eða hjartabilunarlosti voru frekar víkkaðir og sjúklingar sem voru einnig með hjartalokusjúkdóm fóru frekar í hjáveituaðgerð. Hlutfall hjáveituaðgerða hækkaði eftir því sem kransæðasjúkdómurinn var útbreiddari: 41% sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli og þriggja æða sjúkdóm gengust undir hjáveituaðgerð en aðeins 2% sjúklinga með einnar æðar sjúkdóm. Frá 2010 til 2020 hækkaði hlutfall kransæðavíkkana úr 49% í 72% en hlutfall hjáveituaðgerða og lyfjameðferðar eingöngu lækkaði. Ekki sást munur á heildarlifun sjúklinga eftir kransæðavíkkun og kransæðahjáveituaðgerð (p=1,00). ÁLYKTUN Stærri hópur sykursjúkra er nú meðhöndlaður með kransæðavíkkun en áður (þrír af hverjum fjórum). Ekki sást marktækur munur á lifun sjúklinga eftir víkkun eða hjáveituaðgerð en hóparnir voru þó ekki að fullu sambærilegir. Meðferð sjúklinga með sykursýki og kransæðasjúkdóm á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð?

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.