Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2022, Side 22

Læknablaðið - 01.07.2022, Side 22
342 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N hvorki góða né slæma, en fáir íbúar (11,4%) mátu eigin tannheilsu slæma. Munnheilsa og lífsgæði Samband milli munnheilsu og lífsgæða (meðalskor) var skoðað hjá þeim sem gáfu upplýsingar um hversu lengi þeir hefðu búið á heimilinu (N=60). Í töflu II sést að þeir íbúar sem höfðu búið skem- ur en eitt ár á heimilinu voru með betri munnheilsutengd lífsgæði heldur en þeir sem höfðu búið þar lengur á öllum kvörðum, nema kvarðanum sem metur Sálrænar hömlur (svo sem kvíða, áhyggjur eða vanlíðan tengt tannheilsu). Í töflu II sést að íbúar sem búið höfðu lengur en eitt ár á hjúkr- unarheimili voru marktækt oftar útsettir (78,8%) fyrir ómeðhöndl- uðum munnkvillum og höfðu þörf fyrir tannlæknisþjónustu held- ur en íbúar sem búið höfðu innan við 12 mánuði á hjúkr unarheimili (51,9%). Niðurstöður í töflu III sýna að marktækur munur var á milli þeirra sem höfðu hæsta tannátustuðulinn (DMFT 28) á undir- kvörðunum Færniskerðing og Líkamlegar hömlur, auk þess var meðaltal á kvarðanum Líkamleg óþægindi (kjálkaverkir, höfuð- verkur, tannkul eða hitaóþol, tannpína, sár í munni) nærri mar- tæknimörkum, það er í samanburði við þá sem voru betur settir (tafla III). Samkvæmt niðurstöðunum upplifa einstaklingar með hæsta tannátustuðulinn marktækt verri lífsgæði í tengslum við tyggingargetu en aðrir hópar. Vandamálin lýsa sér helst í því að íbúinn þarf að hætta að borða í miðjum matartímum, hann getur ekki borðað hvaða mat sem er (epli, gulrætur, kjöt og fleira) og metur ástandið þannig að eigin melting og mataræði sé ófullnægj- andi vegna munnheilsunnar. Kannað var hvort marktækur munur væri á meðaltalsskori á lífsgæðakvörðunum með tilliti til tannheilsu og tanngerva. Tafla IV sýnir að notendur heilgóma (gervitanna) í báðum gómum upp- lifa marktækt verri lífsgæði á kvörðunum Færniskerðing, Líkam- legar hömlur og Höft eða fötlun (til dæmis verri heilsa, fjárhagsleg byrði, minni lífsánægja eða vera ófær um venjubundin störf) í samanburði við tennta íbúa án eða með föst tanngervi eða tann- studda parta. Síðarnefndi hópurinn upplifði marktækt oftar Sál- ræn óþægindi (til dæmis uppnám, depurð, einbeitingarskort, svefntruflanir) en tannlausir. Tafla III. Samanburður á meðalskori°á lífsgæðakvörðum eftir fjölda skemmda, fylltra eða tapaðra tanna meðal íbúa (N=73), meðaltal ± staðalfrávik. Lífsgæðakvarðar DFMT hópar Meðaltal ± staðalfrávik p-gildi OHIP 49 <23 (n=20)a 24-27 (n=12)b 28 (n=41)c 26,5 ± 4,4 34,7 ± 5,7 39,8 ± 3,1 0,014 0,425 ref.# Færniskerðing <23a 24-27b 28c 7,0 ± 1,2 9,4 ± 1,6 11,8 ± 0,9 0,002 0,185 ref. Líkamleg óþægindi <23a 24-27b 28c 4,2 ± 0,9 5,7 ± 1,2 6,2 ± 0,6 0,078 0,711 ref. Sálræn óþægindi <23a 24-27b 28c 5,4 ± 0,8 5,8 ± 1,1 4,4 ± 0,6 0,359 0,278 ref. Líkamlegar hömlur <23a 24-27b 28c 4,8 ± 1,3 8,2 ± 1,7 10,7 ± 0,9 0,000 0,191 ref. Sálrænar hömlur <23a 24-27b 28c 2,1 ± 0,6 2,1 ± 0,8 2,5 ± 0,4 0,551 0,635 ref. Félagslegar hömlur <23a 24-27b 28c 1,0 ± 0,4 1,5 ± 0,5 1,2 ± 0,3 0,727 0,595 ref. Höft eða fötlun <23a 24-27b 28c 2,0 ± 0,6 2,0 ± 0,8 3,0 ± 0,5 0,172 0,291 ref. Skýringar: °Hópar skilgreindir eftir DMFT bornir saman við viðmiðunarhóp með allar tennur skemmdar, fylltar eða tapaðar, leiðrétt var fyrir aldri og kyni. aDMFT < 23: Íbúar með 12-23 tennur, skemmdar, fylltar eða tapaðar (5-16 tennur heilar). bDMFT 24-27: Íbúar með 24-27 tennur skemmdar, fylltar eða tapaðar (1-4 tennur heilar). cDMFT 28: íbúar með allar 28 tennurnar skemmdar, fylltar eða tapaðar. #ref: Viðmiðunarhópur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.