Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 29

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 349 R A N N S Ó K N kransæða- og heilaáföll skráð. Þátttakendum var fylgt eftir fram í mars 2019 með tilliti til nýgengis kransæðasjúkdóms (kransæða- stífla, kransæðavíkkun eða hjáveituaðgerð) og heilaáfalla þar sem miðgildi eftirfylgnitíma var 10,5 ár. Dulin æðakölkun í hálsslagæðum var skilgreind sem veruleg æðakölkunarskella hjá þeim sem höfðu ekki fyrri greiningu um slíkt. Ómskoðun beggja hálsslagæða var notuð til að meta alvar- leika æðakölkunarsjúkdóms. Notuð voru Toshiba Aplio 300 kerfi með 6,8 MHz ómhaus og Acuson Sequola C256 með línulegum 8 MHz ómhaus. Mældar voru æðaskellur í megin hálsslagæð (a. carotis communis), skiptingu hennar og innri hálsslagæð (a. carotis interna) á 10 mm bili nær- og fjærmegin við skiptingu æðarinnar í hvorri æð.15 Æðakölkunarbreytingar voru flokkaðar sem engin, lítil og veruleg. Æðakölkunarskella var skilgreind sem veruleg ef til staðar var minnst tvöföld þykknun á innra (intima) og miðlagi (media) æðarinnar (cIMT) miðað við heilbrigt svæði og að æðakölk- unarskellan ylli einhverri þrengingu á holrúmi æðarinnar. Menntunarstig var flokkað sem: grunnskólamenntun, iðn- menntun eða sambærileg menntun, stúdentspróf og háskóla- menntun. Engin ein leið er betri en önnur til að meta félagslega og efnahagslega stöðu einstaklinga eða hópa. Meðal þeirra sem notaðar hafa verið eru menntunarstig, meðaltekjur og atvinna.16 Af þessum þáttum hefur menntunarstig verið mest notað enda nokkuð stöðugt yfir ævina. Samfelldar breytur eru birtar sem meðaltal með staðalfráviki (sf) og bornar saman með t-prófi eða F-prófi eftir fjölda saman- burðarhópa. Flokkabreytur eru birtar sem fjöldi og hlutfall og bornar saman með kí-kvaðrat-prófi. Gagnlíkindahlutfall (OR=odds ratio) á verulegum æðakölkunarskellum fyrir hvert menntun- arstig var metið með tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binary logistic regression analysis). Kaplan-Meier-lifunargreining var notuð til að sýna mismunandi nýgengi hjarta- og æðasjúkdóms eftir menntun- arflokkum og tölfræðilegur samanburður var gerður með vegnu log-rank-prófi lagskipt eftir kyni. Vigtir voru reiknaðar með að- ferð líkindagilda (propensity score) til að jafna fyrir aldurs og kynjamun eftir menntunarstigum. Lifunarlíkan Cox var notað til að meta áhættuhlutfall (HR=hazard ratio) fyrir nýjum hjarta- eða æðasjúkdómi á eftirfylgnitímanum miðað við menntunarflokka þar sem háskólamenntun var notuð sem viðmið. Mátgæði (good- ness of fit) voru metin og kannað var hvort forsendan um hlut- fallslega áhættu héldi. Leiðrétt var fyrir aldri (ólínulega), kyni, LDL-kól esteróli, blóðþrýstingi, blóðþrýstingslyfjum, statínlyfjum, magnýli, hreyfingu, sykursýki, fjölskyldusögu um hjartasjúkdóm og reykingum í samræmi við alþjóðleg viðmið.17 Háskólamenntun var notuð sem viðmið og 95% öryggismörk voru reiknuð. Þátt- takendur sem höfðu fyrri sögu um hjarta- og æðasjúkdóm voru útilokaðir í lifunargreiningum með tilliti til hjarta- eða æðasjúk- dóma. P-gildi undir 0,05 var tekið sem vísbending um tölfræðilega marktækan mun milli hópa. Niðurstöður Meðalaldur þátttakenda var 49,7 (sf 11,2) ár. Grunnskólamenntun eingöngu höfðu 20,1% þátttakenda, iðnmenntun 31,2%, stúd- entspróf 12,3% og 36,4% höfðu lokið háskólaprófi. Dreifing menntunar í rannsókninni er sambærileg við dreifingu menntun- ar 25-69 ára íbúa á höfuðborgarsvæðinu.18 Grunngildi þátttakenda eru birt í töflu I. Mikill munur var á stöðu áhættuþátta eftir menntun, bæði hjá körlum og konum. Karlar höfðu að meðaltali hærri líkamsþyngdarstuðul en konur, höfðu oftar sykursýki 2 og LDL-kólesteról var hærra hjá körlum en konum. Karlar hreyfðu sig minna en konur, höfðu hærri slagbils- blóðþrýsting og oftar fyrri sögu um kransæðasjúkdóm. Algengi reykinga var svipuð hjá báðum kynjum. Greinilegt er að þættirnir daglegar reykingar, hreyfingarleysi, blóðþrýstingslyf og sykursýki 2 eru algengari hjá þeim sem hafa lægra menntunarstig (mynd 1). Líkamsþyngdarstuðull var hærri og efnaskiptavilla (sjá skilgreiningu í texta við mynd 1) var al- gengari hjá þeim sem voru með grunnskóla- eða iðnmenntun en hjá stúdentum eða háskólamenntuðum. Verulegar en einkennalausar æðakölkunarskellur fundust í 10% heildarþýðisins og voru þær algengari hjá körlum (11,8%) en hjá konum (8,1%). Mynd 2 sýnir algengi verulegrar æðakölkun- ar í hálsslagæðum eftir menntunarstigi, aldri og kyni. Gagnlík- indahlutföll (OR) helstu þátta sem tengjast æðakölkunarsjúkdómi ásamt 95% öryggismörkum fyrir verulegum æðakölkunarskell- um í hálsslagæðum eru sýnd í töflu II. Reykingar (OR 2,79; 95% CI 2,15-3,62) og fyrri saga um kransæðasjúkdóm eða heilaáföll (OR 2,12; 95% CI 1,51-2,96) eru sterkustu sjálfstæðu þættirnir fyrir verulegri æðakölkun, en sykursýki 2 (OR 1,65; 95% CI 1,18-2,28), blóðfitulækkandi statínlyf (OR 1,74; 95% CI 1,30-2,32) og blóð- þrýstingslyf (OR 1,48; 95% CI 1,19-1,83), LDL-kólesteról (OR 1,23; 95% CI 1,10-1,37) og slagbils blóðþrýstingur (hverjir 10 mmHg) (OR 1,20; 95% CI 1,14-1,27) eru einnig marktækir þættir ásamt karlkyni. Samband menntunarstigs við verulegan æðakölkunar- sjúkdóm er greinilegt, þar sem iðnmenntun tengist helmings hækkun á gagnlíkindum fyrir verulegri æðakölkun (OR 1,49; 95% CI 1,16-1,91) og grunnskólamenntun tengist 84% hækkun gagnlík- inda (OR 1,84; 95% CI 1,40-2,43) samanborið við háskólamenntun (tafla II). Mynd 3 sýnir gagnlíkindahlutföll menntunarstigs á verulegri æðakölkun samanborið við háskólamenntun. Á hverju menntun- arstigi er leiðrétt fyrir aldri og kyni (svart), og aldri, kyni og áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma (grænt). Hættuhlutfall fyrir hjarta- og æðasjúkdóm (mynd 4) er aukið hjá þeim sem hafa grunnskólamenntun og iðnmenntun eftir að leiðrétt hefur verið fyrir aldri og kyni. Þegar til viðbótar er leið- rétt fyrir áhættuþáttum kransæðasjúkdóms hverfur þessi áhættu- aukning að miklu eða öllu leyti. Í töflu III sést að áhættuþættir vega þungt í þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Þegar eingöngu er leiðrétt fyrir aldri og kyni í hverjum menntunarflokki er aukin áhætta til staðar bæði hjá grunnskóla- og iðnmenntuðu hópunum samanborið við há- skólamenntaða. Þegar til viðbótar er leiðrétt fyrir áhættuþáttum kransæðasjúkdóma minnkar þessi áhættumunur. Þegar til viðbót- ar er leiðrétt fyrir lyfjameðferð og duldum æðaskellum minnkar munurinn enn frekar. Mynd 5 sýnir Kaplan-Meier-graf fyrir nýgengi hjarta- og æða- sjúkdóma skipt eftir kynjum. Umræða Rannsókn okkar á almennu þýði 25-69 ára Íslendinga á Stór- Reykjavíkursvæðinu sýnir svipaða niðurstöðu og rannsóknir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.