Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2022, Side 34

Læknablaðið - 01.07.2022, Side 34
354 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N nær okkur í tíma (2005-2011) og endurspeglar því betur en fyrri rannsóknir betra aðgengi kvenna að menntun en var á síðari hluta síðustu aldar. Frá 2003 til 2017 hækkaði hlutfall kvenna með há- skólamenntun verulega og hlutfall kvenna sem eingöngu er með grunnskólamenntun lækkaði úr 40% í rúmlega 20%. Árið 2017 var um helmingur kvenna á aldursbilinu 25-64 ára með háskóla- menntun samanborið við 35% karla.18 Takmarkandi þáttur í rannsókninni er að hún endurspeglar hugsanlega ekki nákvæmlega samsetningu þjóðarinnar þar sem hlutfall þeirra sem hafa eingöngu grunnskólamenntun í rannsókn okkar er lægra en í almennu þýði landsmanna. Rannsóknin var gerð á höfuðborgarsvæðinu og er menntunarhlutfallið í rannsókn okkar sambærilegt við tölur Hagstofunnar um menntunarstig Reykvíkinga.18 Gera má ráð fyrir því að þeir sem eru með lægra menntunarstig séu oftar í vinnu sem gefur færri möguleika á að taka þátt í rannsókn sem þessari. Þeir sem standa höllum fæti í efnahagslegu og félagslegu tilliti séu þannig ólíklegri til að taka þátt í vísindarannsóknum en þeir sem hafa sterkari félagslega stöðu. Erlent vinnuafl sem hefur komið til landsins á undanförn- um árum er ekki hluti af þessu rannsóknarþýði. Ójöfnuður í heilsu er til staðar í flestum löndum heims. Þó að lífslíkur á Íslandi séu lengri og nýburadauði lægri en í meðaltali OECD-ríkja, er til staðar ójöfnuður í heilsu hér á landi sem helst í hendur við félagslega lagskiptingu og efnahagslega afkomu.27 Í nýlegri skýrslu Embættis landlæknis28 kemur fram að sam- spil menntunar og heilsu verkar í báðar áttir, þannig að lægra menntunarstig hefur áhrif á heilsuhegðun og sjúkdóma og þeir sem búa við lakari andlega eða líkamlega heilsu hafa ekki alltaf sömu tækifæri til menntunar og þeir sem búa við betri heilsu. Í þessari grein er horft til fyrri þáttarins, nýgengis hjarta- og æða- sjúkdóma hjá hópum með mismunandi menntunarstig. Við höf- um sýnt fram á að verri staða áhættuþátta skýrir að verulegu leyti aukna byrði hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi hjá þeim sem hafa skemmri skólagöngu að baki. Í gögnum okkar er vísbending um að þeir sem hafa grunnskólamenntun eingöngu fái ekki síður meðferð við háþrýstingi og hækkuðu kólesteróli en þeir sem eru háskólamenntaðir og er það til marks um öflugt og aðgengilegt heilbrigðiskerfi hér á landi og heilsueflandi samfélag. Þannig má ætla að efnahagslegur ójöfnuður vegi þyngra en skipulag heil- brigðiskerfisins í áhrifum á heilbrigði landsmanna eftir menntun- arstigi. Heilsufarslegur jöfnuður (equity) er markmið alþjóðlegra stofn- ana sem koma fram í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun29 og Heilbrigðisstefnu Evrópu (Health 2020).30 Heil- brigðisstefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og íslensk löggjöf leggja áherslu á viðhald heilbrigðis og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í þessu tilliti er mikilvægt að greina orsakir ójafnaðar milli þjóðfélagshópa og að finna leiðir til að bregðast við þeim með aðferðum sem líklegar eru til að skila árangri. Þakkir Rannsóknin var kostuð af Rannsóknastöð Hjartaverndar og með samningi Hjartaverndar og heilbrigðisráðuneytisins. Greinin barst til blaðsins 2. mars 2022, samþykkt til birtingar 21. júní 2022. Heimildir 1. Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, et al. Analysing the large decline in coronary heart disease mortality in the Icelandic population aged 25-74 between the years 1981 and 2006. PLoS One 2010; 5: e13957. 2. Andersen K, Aspelund T, Guðmundsson EF, et al. Yfirlitsgrein. Úr gögnum Hjartaverndar: Faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi í hálfa öld. Læknablaðið 2017; 103: 411-20. 3. Yusuf S, Reddy S, Ounpuu S, et al. Global burden of cardiovascular diseases: part I: general considerations, the epidemiologic transition, risk factors, and impact of urbanization. Circulation 2001; 104: 2746-53. 4. hagstofa.is/utgafur/frettasafn/faeddir-og-danir/aevilengd-og-danartidni-2018/ - júní 2022. 5. Framke E, Sörensen J, Andersen P, et al. Contribution of income and job strain to the associ- ation between education and cardiovascular disease in 1.6 million Danish employees. Eur Heart J 2020; 41: 1164-78. 6. Meara E, Richards S, Cutler D. The gap gets bigger: changes in mortality and life expectancy by education 1981-2000. Health Aff (Milwood) 2008; 27: 350-60. 7. Marmot M, Smith G, Stansfeld S, et al. Health inequalities among British civil servants. The Whitehall II study. Lancet 1991; 337: 1387. 8. Hardarson T, Gardarsdottir M, Gudmundsson K, et al. The relationship between educational level and mortality. The Reykjavík Study. J Int Med 2001; 249: 495-502. 9. Guðmundsson K, Harðarson Þ, Sigvaldason H, et al. Samband menntunar og áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Læknablaðið 1996; 82: 505-15. 10. Keil JE, Tyroler HA, Sandifer SH, et al. Hypertension: effects of social class and racial admixture: the results of a cohort study in the black population of Charleston, South Carolina. Am J Public Health 1977; 67: 634-9. 11. Medalie JH, Papier C, Herman JB, et al. Diabetes mellitus among 10,000 adult men. I. Five- year incidence and associated variables. Isr J Med Sci 1974; 10: 681-97. 12. Donahue RP, Orchard TJ, Kuller LH, et al. Lipids and lipoproteins in a young adult population. The Beaver County Lipid Study. Am J Epidemiol 1985; 122: 458-67. 13. Pierce JP, Fiore MC, Novotny TE, et al. Trends in cigarette smoking in the United States. Projections to the year 2000. JAMA 1989; 261: 61-5. 14. Oken B, Hartz A, Giefer E, et al. Relation between socioeconomic status and obesity changes in 9046 women. Prev Med 1977; 6: 447-53. 15. Sturlaugsdottir R, Aspelund T, Bjornsdottir G, et al. Prevalence and determinants of carotid plaque in the cross-sectional REFINE-Reykjavik study. BMJ Open 2016; 6: 1-10. 16. Winkleby MA, Jatulis DE, Frank E, et al. Socioeconomic status and health: how education, income, and occupation contribute to risk factors for cardiovascular disease. Am J Public Health 1992; 82: 816-20. 17. Lloyd-Jones D, Braun L, Ndumele C, et al. Use of Risk Assessment Tools to Guide Decision-Making in the Primary Prvention of Atherosclerotic Cardiovascular Disease. A Special Report From the American Heart Association an American College of Cardiology. Circulation 2019; 139: e1162-e77. 18. hagstofa.is/utgafur/frettasafn/menntun/mannfjoldi-eftir-menntunarstodu-2017/- júní 2022. 19. Agnarsson U, Björnsson G, Þorgeirsson G, et al. Áhrif áreynslu og íþrótta á dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og heildardánartíðni. Reykjavíkurrannsókn Hjartavernar. Læknablaðið 2000; 86: 20. 20. Þórarinsson E, Harðarson Þ, Sigvaldason H, et al. Samband skólagöngu, líkamshreyfingar og lífslíkna. Læknablaðið 2002; 88: 497-502. 21. Garðarsdóttir M, Harðarson Þ, Þorgeirsson G, et al. Samband menntunar og dánartíðni með sérstöku tilliti til kransæðasjúkdóma. Læknablaðið 1998; 84: 913-20. 22. Doornbos G, Kromhout D. Educational level and mortality in a 32-year follow-up study of 18-year-old men in The Netherlands. Int J Epidemiol 1990; 19: 374-9. 23. Health literacy: report of the Council on Scientific Affairs. Ad Hoc Committee on Health Literacy for the Council on Scientific Affairs, American Medical Association. JAMA 1999; 281: 552-7. 24. Havranek E, Mujahid M, Barr D, et al. Social Determinants of Risk and Outcomes for Cardiovascular Disease: A Scientific Statement From the American Heart Association. Circulation 2015; 32: 873-98. 25. Steingrimsdottir L, Ólafsdóttir E, Jónsdóttir L, et al. Reykingar, holdarfar og menntun kvenna í borg og bæ. Læknablaðið 1996; 96: 259-64. 26. Haraldsdottir S, Gudmundsson S, Thorgeirsson G, et al. Regional differences in mortality, hospital discharges and primary care contacts for cardiovascular disease. Scand J Public Health 2017; 45: 260-8. 27. The Health Equity Dataset interactive platform based on Health Equity Assessment Toolkit Plus: Software for exploring inequities in health, underlying conditions and policies within countries. WHO 2019. whoeurope.shinyapps.io/health_equity_dataset/#top4 - júní 2022. 28. Ójöfnuður í heilsu á Íslandi. Ástæður og árangursríkar aðgerðir til úrbóta. Embætti land- læknis 2021. landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item46225/2021 - júní 2022. 29. Markmið um sjálfbæra þróun - áætlun til ársins 2030. Forsætisráðuneytið. heimsmarkmi- din.is/ - júní 2022. 30. Health 2020. A European policy framework and strategy for the 21st century. WHO. euro. who.int/__data/assets/pdf_file/0011/199532/Health2020-Long.pdf - júní 2022.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.