Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2022, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.07.2022, Qupperneq 44
364 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Allt að helmingur íslenskra fanga hefur verið greindur með ADHD, eða á ann- að hundrað á síðustu tveimur árum. Þá var geðheilsuteymi fangelsa á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sett upp innan fangelsisveggjanna. Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir teymisins, segir að erlendar rannsóknir sýni 25-50%, misjafnt eftir löndum. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann. Teymið hafi ekki aðeins greint fangana heldur einnig sett þá á lyfjameð- ferð við vandanum, og það þrátt fyrir að fanginn glími við fíknisjúkdóma en þannig var það ekki áður. „Bæði þunglyndi og kvíði fylgir því gjarnan að vera með ADHD, sem og aðrar raskanir, eins og fíknivandi, og fá fangarnir því viðeigandi ráðgjöf,“ segir Sigurður. „Vandinn er yfirleitt fjölþættur. Sérstaklega hjá þeim sem eru í fangelsum. ADHD er einn þáttur í því en við reynum að taka einnig á öðrum þáttum.“ Andrúmsloftið innan fangelsanna hafi breyst við þessa meðferð fanganna. „Já, margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang.“ Geðsjúkir illa settir í fangelsum Sigurður segir marga fanganna glíma Nýtt geðheilbrigðisteymi fangelsa hér á landi hefur greint á annað hundrað fanga með ADHD og meðhöndlað. Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, segir það hafa komið sér á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Þeir skaðist af vistinni ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Um helmingur fanga með ADHD V I Ð T A L við geðsjúkdóma. Þeir þrífist illa innan fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúk- dóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspít- ala eða stofna til úrræða innan fangels- iskerfisins sem grípur þennan hóp.“ Bæta þurfi úrræðin. Sigurður horfir þá til opinna úrræða eins og á Sogni og Kvíabryggju, sem þurfi að vera sérstaklega hönnuð fyrir hópinn. „Það hefur komið okkur í geðheilsuteym- inu á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar afplána í fangels- unum,“ segir Sigurður. „Þeir eru alltof margir,“ segir hann og bendir á hversu þröngt sé horft á vandann við gerð sak- hæfismats vegna ofbeldisbrota. „Það er ekki nóg að vera með alvar- legan geðsjúkdóm, geðklofasjúkdóm eða í stöðugri þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu til að að vistast á réttargeðdeild. Einstak- lingurinn þarf að vera í sjúklegu ástandi við brotið til að teljast ósakhæfur og það má ekki orsakast af neyslu,“ segir hann. Mörg ofbeldisafbrot eigi sér hins vegar stað undir áhrifum. Viðkomandi hafi þá verið í mikilli neyslu í langan tíma. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis.“ Menn séu því dæmdir í fangelsi en ættu í raun heima í öðrum úrræðum. Fangavistin skaði „Við sjáum dæmi um menn sem breytast í afplánuninni. Þeir eru með þekkta geð- sjúkdóma og skaðast af vistinni. Þeir ráða ekki við vistina og það að vera í fangelsi,“ segir hann. Þeir lendi í alls kyns vanda. „Fangelsi eru ekki góður staður fyrir veikt fólk,“ segir hann. „Margir fangar sitja inni fyrir ofbeldi og þar ríkir viss ofbeldismenning. Þeir beita hvern annan ofbeldi.“ Auðvelt sé að smitast af umhverfinu. „Við sjáum dæmi þess að einstaklingar sem við teljum að eigi ekki erindi inni í fangelsi beittu þar ofbeldi en hefðu sennilega ekki gert það utan þeirra. Þetta eru menn sem við þekkjum úr heilbrigðiskerfinu og vitum að eru ekki ofbeldismenn en þeir verða það í fangelsinu. Þeim fer aftur í fangels- inu.“ Geðheilsuteymið var sett á fót árið 2020. Nú starfar hann þar með fjórum: tveimur hjúkrunarfræðingum og tveimur sálfræðingum. Sigurður segir vert að ræða nú málið. „Við vitum að í Noregi er þessu betur háttað og fleiri fara inn á réttar- og Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.