AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 11
GESTUR ÓLAFSSON ISLAND - FRAMTIÐARSYN Nú, þegar líða tekur að aldamótum, er ekki nema von að íslendingar líti um öxl, velti því fyrir sér hvers konar samfélag við höfum byggt hér upp undanfarna áratugi og jafnframt hvert við viljum stefna á þeirri öld sem nú fer í hönd. Hér erum við síður en svo ein á báti. Flestar þjóðir Evrópu hafa á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að reyna að gera sér sem fyllsta grein fyrir þeim miklu breytingum sem nú eru hvarvetna að eiga sér stað. Sama máli gegnir um samtök þessara þjóða eins og t.d. OECD og ECMT. Þessar þjóðir gera sér fulla grein fyrir því að í heimi sem breytist hratt getur það skipt sköpum að fylgjast vel með og taka ákvarðanir með hliðsjón af þeim breytingum. Það er ekki lengur nóg að reisa vönduð og falleg mannvirki á viðkomandi lóð. Ef vel á að vera þurfa þau að vera skipulögð og reist með hliðsjón af þessari þróun. Annars geta menn átt á hættu að þau verði orðin úrelt um og leið búið er að reisa þau. Þjóðir Evrópu- sambandsins hafa líka lagt mikla áherslu á það að samræma skipulagsmál á fjölmörgum sviðum sín í milli, en þessir vindar hafa enn sem komið er ekki náð hingað til lands nema að litlu leyti. Sérfræðingar OECD í skipulagsmálum hafa m.a. bent á að þjóðir heims verði að finna leiðir til þess að losna út úr þeim vítahring sem þær eru komnar í í skipulags- og samgöngumálum og gerbreyta um stefnu. Á það er bent að samgöngukostnaður OECD-landanna er nú orðinn milli 5 og 10% af landsframleiðslu (GDP) og fer ört vaxandi. Ekkert bendir til að við séum hér á annarri braut. Hér á landi er kostnaður vegna um- ferðarslysa líka orðinn um 16-18 milljarðar á ári auk þess sem hátt á annað þúsund íslendingar týna lífinu eða slasast. Þó er umtalsverðu fé varið til þess að hvetja fólk til þess að spenna beltin og aka varlega. Margt bendir til þess að lítill áhugi sé enn fyrir því hér á landi að taka þessi mál föstum tökum og að ríkjandi stefna og viðhorf t.d. í umferðarmálum muni kalla yfir okkur umtalsverð vandamál á komandi Nýtt samgöngukerfi Evrópu (heimild:Danmarl< og europaeisk planpolitik. Miljo og Energiministeriet, I996). árum. Dæmi um þetta sjást víða. í Reykjavík einni eru nú t.d. taldar vera um 1700 íbúðir þar sem um- ferðarhávaði er meiri en forsvaranlegt er talið. Áætla má að í þessum íbúðum búi um 6000 manns. Við flestar götur þar sem þessar íbúðir standa má gera ráð fyrir aukinni umferð og einnig er stefnt að því að breikka götur og byggja fleiri umferðarmannvirki í mörgum grónum hverfum borgarinnar á næstu árum. Lítið bólar á sjálfbærri stefnu eða aðgerðum til þess að gera hljóðvist í íbúðum alls þessa fólks bærilega. Hér skortir sjálfbæra landnotkunar- og samgöngu- stefnu og forgangsröðun aðgerða í samræmi við breytt gildismat hjáfólki. Þetta breytta gildismat kallar á betra skipulag, öruggara umhverfi og minni meng- un. Hér á íslandi er samt auðvelt að spyrja hvort morgundagurinn verði nokkuð ólíkur gærdeginum og benda á að ísland sé stórt og að hér sé oft hvasst - svo tínd séu til þau rök sem oft eru höfð uppi I þessari umræðu. Samt er það svo að fólk vill í sívaxandi mæli ekki láta bjóða sér neikvæð áhrif bílismans 9

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.