AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 12
lengur og þá stefnu eða stefnuleysi, þar sem sífellt
er verið að hleypa meira umferðarmagni á ofhlaðið
gatnakerfi og inn í gróin íbúðarhverfi.
Ef við horfum lengra fram í tímann en til morgun-
dagsins eða næstu kosninga þá sjáum við þessi mál
ef til vill skýrar. Svíar gera nú t.d. ráð fyrir að bifreiða-
umferðin f Stokkhólmi muni aukast um 80% til ársins
2020 ef ekkert verður að gert. Við getum spurt okkur
sjálf að því hverjir vilji búa við helstu umferðargötur
höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni ef umferðar-
aukningin verður viðlíka og þar.
Eitt af þeim hugtökum sem mörgum íslendingum er
orðið tamt f munni þessa dagana er sjálfbær þróun
og margir hafa lýst yfir fylgi við þá hugsun sem þar
býr að baki. Fátt bendir enn til þess að þessi
boðskapur hafi náð að festa varanlegar rætur hér á
landi. Ennþá er verið að skipuleggja um allt land á
svipaðan hátt og gert var fyrir mörgum áratugum,
ennþá er verið að bjóða fólki sömu gömlu „lausnirnar1'
og þegar þetta er skrifað búum við ennþá við meira
en 30 ára gamla skipulagslöggjöf. f hugum margra
íslendinga er skipulag ennþá ekki mikið annað en
að búa til lóðir fyrir hús og ákveða hvar á að leggja
götur og vegi.
Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því
að nútímaskipulag getur einmitt veitt þeim sem taka
ákvarðanir nauðsynlegt yfirlit og samhengi til þess
að taka sífellt betri ákvarðanir. Það er ekki lengur
nóg að okkar „byggðastefna'1 eða byggðaskipulag
beinist að því hvernig á að halda „jafnvægi í byggð
landsins" heldur þarf hún ekki síður að fást við það
hvernig heildarumhverfi við búum til til þess að
tryggja áframhaldandi velmegun á íslandi og hvernig
við viljum tengjast umheiminum á komandi árum.
í sjálfu sér er hér ekki neinum um að kenna þótt við
séum ef til vill sein að gera okkur grein fyrir því hvern-
ig heimurinn er að breytast. í öllum löndum eru miklir
hagsmunir fólgnir í því að viðhalda ríkjandi ástandi,
hversu mikilvægar sem einhverjar breytingar kunna
að vera, þegar á heildina er litið.
Þær breytingar sem átt hafa sér stað undanfarna
áratugi kunna þó að reynast smávægilegar miðað
við þær breytingar sem eru að eiga sér stað á því
þekkingarsamfélagi sem nú er að verða til í sam-
skiptum og starfsumhverfi fólks. Auðvitað ættu stjórn-
málaflokkar að vera í fararbroddi þessara breytinga
og auðvelda þær í meginatriðum, í stað þess að taka
allt of margar ákvarðanir um smáatriði sem eru háð
stöðugri breytingu og þeir vita minna og minna um.
Einstök sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar eru oft
í mun betri aðstöðu til þess að nýta sér þekkingu og
bregðast fljótt við ef þeim er á annað boró gert kleift
að nýta sér upplýsingabyltingu samtímans. Opinberir
aðilar leggja engu að síður að miklu leyti grundvöll
að því heildarumhverfi sem við búum við og mynda
rammann um þær ákvarðanir sem við tökum. Ef þessi
grundvöllur og rammi er í góðu samræmi við þá þró-
un sem nú er að eiga sér stað munum við öll njóta
góðs af - ef hann er það ekki getum við auðveldlega
sóað milljörðum í gagnslítil mannvirki um allt land á
komandi árum eða menntunar- og þjónustukerfi sem
koma okkur að litlu haldi í framtíðinni.
Aldrei fyrr höfum við átt jafnmikið í húfi og nú og
afdrifaríkustu mistökin geta eirrmitt orðið hjá þeim
sem láta undir höfuð leggjast að meta stöðugt bæði
stöðu og stefnu á sem flestum sviðum. Þetta veit hver
skipstjóri og þetta vitum við í hjarta okkar hvert og
eitt. í okkar breytilega heimi dugar ekki lengur að
segja að eitthvert mál sé ekki til umræðu og að ekkert
hafi breyst. Umhverfi okkar er stöðugt að breytast.
Þessar breytingar koma okkur öllum mikið við og við
viljum fá opinskáar umræður um það hvernig skuli
brugðist við og fá að taka þátt í að móta okkar eigin
framtíð.
í þessu tímariti eru kynntar nokkrar af þeim hug-
myndum sem nú eru uppi um framtíðarþróun íslands.
Það er von aðstandenda AVS að þær verði mönnum
hvatning til þess að átta sig á mikilvægi þessara
mála. ■
10