AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Qupperneq 15
ISLAND FRAMFARA
Viö íslendingar höfum í aldanna rás þurft
aö lifa í nánu sambýli viö hrikaleg náttúru-
öfl, sem reglulega minna á sig með skelfi-
legum hætti. Undanfarna mánuði hafa
dunið yfir okkur snjóflóö, ofsaveður, eldgos og hlaup
undan jökli. Og áföllin eru stór, oft aðeins fjárhagsleg
en því miður stundum á fólki. Þessar aðstæður eru
að mörgu leyti einstæðar og gera gífurlegar kröfur til
æðruleysis og trúar, en ekki síður til verkþekkingar,
mannauðs og úthalds.
í hverju áfalli er lærdómur falinn og við nýtum þann
lærdóm vonandi sem þest til að búa okkur undir það
sem framundan kann að vera. Dæmin sanna að
þetta hefurokkurtekist, oftar en ekki. Nú er svo komið
að íslensk verkþekking og hönnun með óhagstæð
veðurskilyrði í huga er með því besta sem gerist í
heiminum ídag. Þaðeru líkafáirsem þurfaaðglíma
við „láréttu rigninguna", sem fræg er hér á íslandi,
hvað þá sífelldar sveiflur í veðurfari. Ekki er síður
mikilvægt að vel takist til við skipulagsákvarðanir
hvað þessi atriði varðar og sjáum við það af reynsl-
unni, t.d. í Reykjavík, að það getur skipt sköpum að
huga vel að þáttum sem lúta að veðri og öryggi áður
en gengið er frá framtíðarstefnumótun.
Þessi öld hefur verið öld stökkbreytinga í íslensku
þjóðfélagi. Á nokkrum áratugum var tekin út fram-
þróun í aðbúnaði, efnahagslífi og þjóðfélagsgerð sem
tekið hafði nokkrar aldir í löndunum í kringum okkur.
Slíkur vöxtur reynir auðvitað á þroska og stundum hefur
mátt sjá þess merki að þetta tvennt hefur ekki haldist
að öllu leyti í hendur. Þrengingar í efnahagslífi
undanfarinna ára og skynsamleg úrvinnsla þeirra
viðfangsefna sýnir þó glöggt að á því sviði hafa
íslendingar þroskast frá óðaverðbólgu og
krónukapphlaupi. Viðsnúningur í þessum efnum náð-
ist með samstilltu átaki margra ólíkra afla í þjóðfélaginu.
Samhliða þessu var ráðist í ýmis stórvirki, t.d. hvað
varðar samgöngubætur, og grunnur lagður að öðr-
um. Er nú svo komið að þau ár sem framundan eru
Ekkert bendir til annars en að stórstígar framfarir undanfarinna ára haldi áfram.
13
DAVIÐ ODDSSON FORSÆTISRAÐHERRA