AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 20
DÓMNEFND SKIPUÐU: Arinbjörn Vilhjálmsson,arkitekt, tilnefndur af Um- hverfisráöuneytinu, formaöur dómnefndar. Gestur Ólafsson, arkitekt/skipulagsfræöingur, til- nefndur af Félagi skipulagsfræöinga. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, tilnefndur af Skipulagi ríkisins. Trausti Valsson, skipulagsfræöingur, tilnefnduraf Háskóla íslands. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, tilnefndur af Forsætisráðuneytinu. Ritari dómnefndar var Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræöingur. Trúnaöarmaðurdómnefndarvar Hugi Ólafsson, deildarstjóri í umhverfisráöuneytinu. 3. DÓMNEFNDARSTÖRF 3.1 Undirbúningur hugmyndasamkeppninnar Dómnefnd kom saman til fyrsta fundar 17. janúar 1996 og hélt alls 7 fundi viö undirbúning hugmynda- samkeppninnar og vinnslu keppnislýsingar. Fundir voru haldnir hjá Skipulagi ríkisins. Fyrsta verk dómnefndar var aö útbúa keppnislýsingu og var þar úr vöndu aö ráöa þar sem yfirskrift hugmynda- samkeppninnar var umfangsmikil og tillit þurfti aö taka til margvíslegra þátta. Samkeppnin var auglýst 4. mars 1996 með blaða- mannafundi í Vesturbæjarskólanum aö viöstaddri dómnefnd og umhverfisráðherra. Þar var keppnis- lýsingin kynnt. Nemendur skólans höföu útbúiö glæsi- lega veggskreytingu sem bakgrunn fyrir fundinn og kann dómnefnd nemendum, kennara þeirra og skólastjóra kærar þakkir fyrir framlag þeirra. Tillögum bar aö skila fyrir 1. júlí 1996 og fyrirspurnum fyrir 1. apríl 1996. Engar fyrirspurnir bárust. Greint var frá samkeppninni í fjölmiölum og auk þess var hún auglýst sérstaklega í Morgunblaöinu og tímaritinu AVS. Keppnislýsingin láframmi í umhverfisráðuneytinu og hjá Skipulagi ríkisins. Hún var aö auki send skrif- stofum sveitarfélaga, framhaldsskólum, arkitektum, landfræðingum og skipulagsfræöingum. Útbjóöandi lét taka saman gögn sem hafa verið unnin undanfarin ár um framtíðarþróun íslands til aö auðvelda þátttak- endum grunnvinnu viö tillögugerö og voru þau að- gengileg í Þjóðarbókhlöðu. Heildarupphæö verö- launafjár var ákveðin 2.000.000 kr., aö dómnefnd ákvæöi skiptingu verölaunafjár, en allt aö fimm tillögur yröu verðlaunaðar. Áhugaveröum tillögum yröi einnig veitt viöurkenningin „athyglisverö tillaga". Farið var fram á aö keppendur skiluðu: 1) Greinargerð þar sem gerö væri grein fyrir tillögunni í máli og myndum. Æskilegt var aö þar kæmi skýrt fram: a) í hverju tillagan varfólgin, b) þýöing hennar fyrir ísland og c) hugsanleg áhrif hennar á daglegt líf íslend- inga. 2) Útdrætti úr greinargerð. 3) Uppdráttum, myndum eöa veggspjöldum í stærðinni A2 þar sem megininntak tillögunnar væri skýrt. 3.2 Dómstörf Alls bárust 11 tillögur og töldust allar uppfylla skilyröi keppnislýsingar. Dómnefnd kom fyrst saman til dómstarfa þann 8. júlí 1996 í kennslustofu í Háskóla íslands þar sem tillögur höföu veriö hengdar upp. Dómnefnd hélt alls 9 fundi viö dómstörf. Háskóla íslands er þakkað fyrir aöstööuna. Eins og fram kemur í keppnislýsingu lagöi dómnefnd áherslu á eftirfarandi atriöi viö mat á úrlausnum: 1) Aö tillagan væri frumsamin, nýstárleg og vel rökstudd. 2) Aö tillagan gæfi sannfærandi mynd af þróun byggðar og umhverfis á íslandi. 3) Aö tillagan væri sett í samhengi viö alþjóölega þróun. Auk þess tók dómnefnd tillit til sértækari atriöa sem 18

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.