AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 22
SJ
ALFBJARGA SAMFELAG
HÖFUNDUR byggir hugmyndir sfnar um „sjálfbjarga
samfélag" á Brundtlandsskýrslu Sameinuðu þjóðanna,
Oslóarsamþykkt sveitarfélaga frá árinu 1991 og Dagskrá
21. aldar, sem var niðurstaða Ríó-ráðstefnunnar, og á
niðurstöðum nýafstaðinnar skipulagsráðstefnu S.þ. Habi-
tat II og fjallar um helstu áherslur í umhverfis- og
þróunarmálum á næstu öld. Greinar góðir útdrættir úr
öllum þessum skýrslum og samþykktum fylgja greinargerð
tillögunnar.
í þessum samþykktum er m.a. litið á það sem forgangs-
verkefni allra umhverfismála að séð verði fyrir
grundvallarþörfum fólks til að lifa mannsæmandi lífi. Þá
er lögð á það áhersla að mannleg iðja miðist við að spilla
ekki umhverfinu og að iðnríkin beri mikla ábyrgð og eigi
að vera þróunarríkjunum til fyrirmyndar þegar tekist er á
við umhverfisvandamál á alþjóðavísu.
Meðal helstu aðgerða sem grípa þurfi til sé að bæta nýtingu
orku og að taka úr umferð efni sem eyða ósonlaginu. Gera
þurfi ítarlega áætlun á sviði heilbrigðismála sem byggi á
niðurstöðum skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) í skýrslunni „Betri heilsa allra árið 2000“.
Höfundur greinir íslenskt umhverfi og gagnrýnir hvernig
staðið hefurverið að skipulagsmálum. Illa hafi verið hugsað
fyrir mörgum þjónustuþáttum en ofuráhersla verið lögð á
samgöngukerfi einkabílsins á liðnum áratugum. í
skólakerfinu á Islandi sé nemendum boðið upp á 30% færri
tíma en víða erlendis og verklegar og listrænar greinar
hafi verið vanræktar. Afrakstur þessarar menntastefnu sé
Nútímamaðurinn.
Allar daglegar nauðir
nútímamannsins hafa slitið hann úr
samhengi við uppruna sinn.
Nú er svo komiö að hann er
einangraöur og einmana, fastur í
vef skuldbindinga.
Náttúrubarnið.
Einstaklingur sem er í tengsium við
arfleið sína og faer frumþörfum sínum
fullnægt, hann blómstrar og gefur
ávöxt.
Nútímaborgin.
■ Hráefni inn.
■ Úrgangur út.
Visthverfi
mfiP kyrubS*
hipjjl
öi M4iiatuí“a
uím. :c»-óm-RH«a
■wtar ofi bmmur frsnrvnU
(*«*««*«*<*
r«r&«r«*(<HS.«.«t
tífttttfríkírífrtiHS
SKÚCRÆKT aottr tryra 6á hvtrlcw
Vistborgin.
■ Hráefni gjörnýtt
■ Fjarlægöir styttri.
■ Sjálfbjarga.
20