AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 37
Höfundur: EYSTEINN BJÖRNSSON svæöisins þar sem nýttir verði þeir möguleikar sem viðkomandi svæði hafi upp á að bjóða. í tillögunni eru tiltekin 10 svæði og möguleikum þeirra lýst. Höf- undur sér fyrir sér að smærri fyrirtæki í ofangreindum byggðakjörnum sem hafi sérstöðu í atvinnulífinu, verði vaxtarbroddur þjóðlífsins í framtíðinni í staðinn fyrir álver og stórfellda orkusölu. NIÐURSTAÐA DÓMNEFNDAR Meginhugmynd tillögunnar um að tengja uppbygg- ingu á landsbyggðinni skólasetrum er athyglisverð. Eins og höfundur bendir á þarf að koma á nánum tengslum milli menntakerfis og atvinnuvéganna ef vel á að takast til við framkvæmd slíkrar stefnu. Til að sýna þá möguleika sem tillagan felur í sér hefði verið æskilegt að fylgja hugmyndum mun betur eftir og útfærslu vantar á þeim svæðum sem nefnd eru. Eins skortir talsvert á varðandi framsetningu mynd- máls, sem hefði getað skýrt hugmyndirnar betur. Háleit framtíðarsýn tillögunnar um jafnari dreifingu byggðar þar sem m.a. opinberum menntastofnunum er ætlað stórt hlutverk, er um margt jákvæð, en virðist óneitanlega óskhyggja fremur en raunhæft mat á því sem orðið gæti. Þeir möguleikar sem felast í eflingu mennta og menningar í landinu eru þó ótvíræðir og tillagan vekur athygli á þeim. 35

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.