AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 42

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 42
 SAMGÖNGUR Á LANDI HÖFUNDUR fjallar um samgöngur á landi á íslandi, utan höfuðborgarsvæðisins, til ársins 2018. í upphafi veltir höfundur fyrir sér hvernig byggða- þróun geti breyst á umræddu tímabili og leggur m.a. til að heimilað verði að taka upp tvöfalt lögheimili. Settar eru fram hugmyndir um farandbændur og búsetuskipti að vetrarlagi. Höfundur telur það gott ráð að líta til baka og rifja upp söguna til að spá um framtíðina og telur að reynsla síðastliðinna 22 ára segi að verulegu leyti til um við hverju megi búast í vegaframkvæmdum næstu 22 ár. Svipuð aðferð er notuð til að spá um þróun ökutækja. Ýmsar tillögur eru settar fram um merkingar vega og vegskála. Höfundur telur að lagðir verði um 100 km af bundnu slitlagi á ári næstu 22 ár og spáir hvar það verði. Telur hann að farið verði að líta meira til jarðgangagerðar til lausnar á samgönguvanda- málum þegar vegfarendur hafa vanist akstri um göng og lært að meta þægindin. Einnig spáir hann hvaða nýir áfangar vegakerfisins verði byggðir á skipu- lagstímabilinu. Höfundur spáir því að sú stefna „að moka snjó þegar það er snjór" hafi áunnið sér fylgi að 22 árum liðnum, en auk þess setur hann fram tillögur um vetrar- 40

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.