AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 50
Flaggstangir og flögg úr ryðfríu stóli á tveimur úthornum sýningar- bássins eru dæmi um þá miklu vinnu sem lögð hefur verið i útfærslu á ýmsum smáatriðum. A flöggunum eru nöfn dótturfyrirtækja og umboðsmanna Marels víða um heim. Hönnuðurinn segir að tilgang- urinn hafi verið að sýna umsvif Marels á alþjóðavetlvangi og tengja umboðsmennina betur við þá starfsemi sem verið var að kynna á básnum. í raun ekki hægt að sýna getu þeirra til fulis nema með sjónvarpsmyndum af þeim í notkun. Þessi turn átti að gnæfa yfir allt og vera sýnilegur hvaðan sem var í Höllinni. Það var með ráðum gert að turninn var ekki merktur Marel, því ætlunin var að skapa ákveðna dulúð og spennu í kringum hann, þannig að fólk kæmi að básnum til að skoða af því að það vissi ekki hvað þetta væri. Reyndar var básinn af sömu ástæðu hvergi merktur Marel með stóru letri, heldur var valin sú leið að stílfæra brot úr vörumerkinu sem víðast,” segir Ingólfur. „Veggir fundarherbergisins á efri hæðinni eru gerðir úr léttum timburþiljum og plexigleri, sem hefur verið mattað með glerblæstri, en þó þannig að hlutar úr vörumerki Marels mynda gegnsæja fleti á glerinu. Hugsunin með þessu var sú að gera herbergið gegn- særra, þannig að menn sæju að það væri eitthvað að gerast þar, þó að þeir vissu ekki hvað það væri né heyrðu það sem þar færi fram, „segir Ingólfur”. Með þessu móti voru þeir sem sátu inni í herberginu ekki heldur alveg einangraðir frá því sem var að gerast á sýningunni og gátu fylgst með því sem var að gerast fyrir utan. Til að undirstrika þetta atriði enn betur voru plexiglersplöturnar ekki látnar ná alveg saman, heldur loftaði aðeins á milli og undir þær. Af sömu ástæðu var ekki sett loft á herbergið heldur haft opið upp.” Ingólfur segir að markmið hans hafi verið að hanna bás sem rúmaði allt það sem þar þurfti að vera, væri áberandi, en þó með það miklum léttleika að hann gleypti ekki tækin sem verið væri að sýna. „Markmióið var að gera bás sem undirstrik- aði mátt tækjanna sem Marel var að sýna,” segir hann. Óhætt er að fullyrða að það hafi tekist með ágætum, því þrátt fyrir stærðina virkaði básinn ekki þunglamalegur eða yfirþyrmandi, heldur hafði þvert á móti tekist að ná ákveðnum léttleika með því að draga efri hæðina inn og nota plexigler í veggi og handrið. Að sama skapi létti það yfirbragð hans hvað litagleðin var mikil. Á gólfum var djúpblátt teppi og veggir málaðir með hárauðum lit, en báðir eru þessir einkennislitir úr vörumerki Marels. Súlur undir gólfi voru málaðar silfurlitar í stíl við tækin. Allt heildaryfir- bragð bássins var mjög stílhreint og það einkenndi hann mjög hvað ýmis smáatriði höfðu verið vel útfærð. í plexiglerið í handriði höfðu verið glerblásnir hringir gerðir úr stílfærðum hlutum úr vörumerki Marels og það sama á við um veggi fundarherberg- isins. Allur básinn bar þess merki að hönnuðurinn hafði aðgang að góðu verkstæði, því handrið og festingar voru smíðuð úr ryðfríu stáli enda rekur Marel stærstu vélsmiðju á því sviði á landinu. Einnig hefur fyrirtækið komið sér upp eina glerblástursklefanum sem til er á landinu, en hann er notaður til að ná hreinu yfirborði á ryðfrfa stálið í tækjunum. Marel hefur átt mikilli velgengni að fagna á undan- förnum árum og er nú orðið eitt stærsta iðnfyrirtæki á íslandi að stóriðjufyrirtækjum undanskildum, með um 150 starfsmenn. Það er leiðandi í framleiðslu á rafeindavogum til nota um borð í skipum um allan heim og hefur stöðugt verið að færa út kvíarnar með framleiðslu á rafeindastýrðum skurðarvélum, flokk- urum og vinnslukerfum fyrir matvælaiðnað. Hins vegar hefur fyrirtækið fram til þessa ekki lagt mikla áherslu á útlitshönnun framleiðslu sinnar, en á sjávar- útvegssýningunni sýndi það hins vegar mikla við- horfsbreytingu í þá átt. Með því sýnir fyrirtækið að við markaðssetningu iðnaðarvöru á heimsmarkaði þurfa að fara saman góð framleiðsla og góð hönnun. Þetta ætti að vera íslenskum hönnuðum sérstakt gleðiefni, því með þessu hefur Marel gefið öðrum íslenskum iðnfyrirtækjum gottfordæmi. ■ 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.