AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 51

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 51
Viðtal við GUÐMUND EINARSSON Guðmundur Einarsson verkfræðingur er fæddur og uppalinn í Reykjavík.Hann nam við Menntaskólann í Reykjavík á stríðsárunum og þar vaknaði áhugi hans á að leggja stund á verkfræðinám í Banda- ríkjunum. Eftir stúdentspróf fékk Guðmundur styrk til fjögurra ára náms við Stevens Institute of Technol- ogy í Hoboken í New Jersey, en það var fyrir tilstuðlan Vilhjálms Stefánssonar sem var vinur rektors skólans að íslendingi var boðinn styrkurinn. Þar lagði Guð- mundur stund á vélaverkfræði, en námið var stílað upp á að mennta verkfræðinga í stjórnunarstörfum. Guðmundur valdi þó byggingarverkfræði sem val- grein. Eftir námið fékk Guðmundur starf sem bygg- ingarverkfræðingurvið byggingu skrifstofuhúss Sam- einuðu þjóðanna. Meðan Guðmundur starfaði sem verkfræðingur í New York gerðu Bandaríkja menn samning við íslendinga um framkvæmdir í sambandi við veru Bandaríkjahers á íslandi. Guðmundi var boðið starf við þessar framkvæmdir. Þrátt fyrir 70% launalækkun ákvað hann að koma heim og starfa hér um tíma en reyndin varð sú að hann hefur starfað sem verkfræðingur á íslandi síðan. Guðmundur hóf störf hjá Almenna byggingarfélaginu, sem sá um alla verkfræðiþjónustu fyrir Sameinaða verktaka. Árið 1952 var hann ráðinn yfirverkfræðingur hjá Samein- uðum verktökum og framkvæmdastjóri þar á miðju ári 1954. Hvernig var að koma heim, hvað var að gerast? „Mér fannst allt standa kyrrt þegar ég kom heim. Það var greinilegt að farið var að draga úr framkvæmdum sem uppsveiflan og peningastreymið í kringum og eftir stríðið hafði átt þátt í. Fyrstu framkvæmdimar voru bráðabirgðabyggingar til að hýsa herliðið, sem kom til landsins 1951, og í framhaldi af því varanlegt íbúðarhúsnæði fyrir óbreytta hermenn. Síðan voru alhliða framkvæmdir, vinna við flugbrautir, rafkerfi, vatnskerfi og skolpkerfi fyrir byggingarsvæðin, stjórn- stöðvar, flugskýli og síðan radarstöðvar, ein á hverju landshorni. Ratsjárstöðvarnar voru erfiðustu verkefn- in, t.d. var stöðin í Aðalvík í 450m hæð úti á klettasnös á Straumnesfjalli.” Guðmundur vann hjá Sameinuðum verktökum til árs- ins 1957 en þá var hann ráðinn verklegur framkvæm- dastjóri íslenskra aðalverktaka. Þar starfaði hann í 10 ár, m.a. við olíustöðina í Hvalfirði og við olíukerfi, tanka og flugbrautir á Keflavíkurflugvelli. Hvaða áhrif hafði stríðið á tækni á íslandi? „Aðalbreytingin fyrir íslenska tæknimenn og iðnaðinn var að allar verklýsingar voru bandarískar og á ensku og öll mál í fetum og tommum. Það má segja að þetta hafi verið mjög góður skóli fyrir alla sem komu nálægt þessu. Þettavoru staðlaðar verklýsingar. Bandaríski herinn var stærsti verkkaupi í heimi og hafði mjög þróað kerfi í hönnun og eftirliti og ýmsar aðferðir voru þannig að það þurfti að nota aðra tækni en notuð var hér á þessum tíma. Menn töldu að lóðrétt klæðn- ing væri lokaþróunarstig í mótauppslætti og margir hristu höfuðið yfir því að vera með fleka og mótatengi. Það var krafa um að steypa væri slípuð og engin ílögn. Það voru mjög stífar kvaðir um steypu í kulda og um hitastig á steypu. Ég held að það sé óhætt að segja að þessar verklýsingar og kvaðir hafi skilað mun betri árangri en verklýsingar í Reykjavík á sama tíma þannig að þessar þyggingar hafa ekki þurft hliðstætt viðhald og byggingar hér. Það kom fyrir að 49 ÓLÖF G.VALDIMARSDÓTTIR ARKITEKT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.