AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 55
Starfsmenn Breiðholts hf. Þegar byrjað var að skila íbúðum. Hvaða leiðir eru vænlegar til breytinga? „Ég er þeirrar skoðunar að breytingar í byggingar- reglugerðum geti leyst 80% af þessum vanda. En þá þurfa byggingarnefndirnar að setja kvaðir. Og hluti af kvöðunum er sá, að allan tímann sem er verið að láta niður steypu sé viðstaddur maður, sem hefur þekkingu og reynslu á því hvernig steypa á að vera lögð niður, hvað þurfi að vera búið að gera áður en steypan er lögð niður, að ekki sé gefið steypuleyfi fyrr en allar aðstæður eru þannig að þú hvorki fáir sorteringu í efnum steypunnar né að það sé ekki of kalt, að það séu ekki óhreinindi í samskeytum, að steypuskilin séu með lásum þannig að það séu beinar línur sem þú ert að eiga við og þannig auðvelt að eiga við þær ef eitthvað mistekst. Þetta eru allt þættir sem eru viðurkenndir staðlar annars staðar. Þetta mundi hafa veruleg áhrif til að minnka viðhald. Það er geysilegt hagsmunamál fyrir fslendinga að geta notað innlend hráefni. Ég er ekki á því að það eigi að hlaupa í að klæða öll hús með járni eða áli. Við þurfum ekki annað en að stúdera þau hús sem byggð voru á árunum 1930-40 eða jafnvel 1950. Mörg af þessum húsum hafa staðið sig mjög vel og ekki haft þessi vandamál. Menn eiga að rannsaka orsakirnar en ekki að vera með plástra. Þetta er hægt að gera og er gert annars staðar.” Hvernig viltu lýsa ástandinu í dag og hvað er hægt að gera? „Mér finnst of algengt að menn séu að skilgreina þætti sem hafa áhrif á aðra, en þeir hafa kannski of mikilla hagsmuna að gæta. Ég segi stundum við kollegana að þeir ráðleggi stundum ekki viðskiptavinunum nógu heilt af því að þeir geti misst starfið við það. Þetta er eitt af vandamálunum. Og ég segi það mjög ófaglegt af t.d. verkfræðingum að geta ekki tekið fyrir og fjallað um alvarleg mistök því að annars lærir nýja kynslóðin ekki af þeim og þá Bygging 312 íbúða á 17 mánuðum fyrir framkvæmdanefnd bygg- ingaáætlunar. 53

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.