AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 67
ERLENDAR ÞRÓANIR
Þegar hér var komið sögu í fræðilegum vangaveltum
þóttist skipulagsspekúlantinn farinn að sjá að ekki
nægði að horfa bara „ofan í naflann", þ.e. bara á
aðstæður á íslandi, —til að greina möguleikana og
hætturnar, sem búa í framtíðinni, — heldur þyrfti að
greina, á skipulegan hátt, hvernig mál væru að þró-
ast erlendis á ýmsum mikilvægum sviðum.
Gekk nú þessi glaðbeitti maður á fund Björns Bjarna-
sonar, þá formanns utanríkismálanefndar, og vildi
fara að skrifa nýja bók um möguleika íslands í Ijósi
þróunar heimsins. Svo sem skynsamlegt var, benti
Björn á Albert Jónsson sérfræðing í alþjóðamálum
sem meðhöfund. Gerðum við Albert síðan tillögu að
uppbyggingu bókarinnar og veitti ríkisstjórnin styrk
til verksins. Bókin kom út vorið 1995 og heitir „Við
aldahvörf — Staða íslands í breyttum heimi". Er hún
eins og hinar bækurnar gefin út af Fjölva.
HELSTI ÁVINNINGUR „ALDAHVARFA"
Helstu niðurstöður nýju bókarinnar voru að upp-
lýsingabyltingin og umhverfismálaþróunin sköpuðu
ýmsa nýja möguleika fyrir íslendinga, t.d. á sviði
markaðssetningar og ferðamennsku.
En bókin bendir líka á, — sem sjaldnar er gert, — að
það geti verið hættulegt að auglýsa landið um of út
á umhverfishreinleika, því víða væri umhverfisvandi
hér á landi sem kostaði mikla fjármuni að lagfæra,
— en það skilaði þó litlum arði að koma umhverfis-
málum í sýningarhæft ástand.
í samantekt, — í síðasta kafla bókarinnar, — var
síðan lagt mat á fimm meginvalkosti, eða leiðir, í
þróun þjóðfélagsins á næstu öld: Sjávarútvegsleið,
Orkuvinnsluleið, Verndunarleið, Þekkingarleið og
Ferðaiðnaðarleið. Lýstvar kostum og göllum á hverri
leið og rætt um hverjar pössuðu vel saman í fram-
kvæmd og hverjar síður.
Kemur þart.d. fram að Sjávarútvegs- og Þekkingar-
leið (t.d. markaðs-, matvæla- og tækniþekking) geta
unnið vel saman og eins Þekkingar- og Ferðaiðnaðar-
leið. (þ.e. þekking á skipulagi og landkostum).
Hins vegar er Ijóst, að erfitt er fyrir íslendinga að gefa
sig mikið út fyrir að vera umhverfisverndarþjóð og
að byggja upp mengandi stóriðju á sama tíma.
KÖNNUN Á LEIÐUM TIL FRAMTÍÐAR
Fyrrgreind frumathugun á þessum fimm mögulegum
þróunarleiðum til framtíðar sýndi greinarhöfundi fram
Sjávarútvp.gx-]
i leiö J
Á grundvelli könnunar „Aldahvarfa" á erlendum þróunum, var í
bókinni lagt mat á fimm þróunarleiðir islensks þjóðfélags. Myndin
skýrir hvernig þessar leiSir passa saman.
Með samvirkni í sjávarútvegi styrkist byggS í klösum (til vinstri),—
en til að ná fullkomnum fiskiðnaði þarf aS leggja hálendisvegi og
efla enn meginkjarnana. (Til hægri).
Ef hikaS verSur viS Austurlandsvirkjun vegna verndunarsjónarmiSa
verSa helstu virkjanasvæSin á S-landi. JarShitavinnsla er líklegust
á S-landi (til hægri), vegna nálægSar viS þéttbýliS.
Leggja þarf mat á hvernig ýmsir helstu málaflokkar þróast í tíma.
Inn á þessa þrjá tímaása eru settir helstu atburSir og þróanir metnar
út frá þeim.
65