AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 71

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 71
Lerki-skjólgirðingin utan um sundlaugina á Egilsstöðum er dæmi um efnisfreka nýtingu viðarins. bflskúrsvinnu ýmiss konar þar sem unniö var viö smföi úr íslenskum viöi, s.s. rennismíði, útskurð, fram- leiöslu á leikföngum, skraut- og listmuni, minjagripi fyrir ferðamenn, körfugerö, innréttingar/klæöningar, skjólgrindur, gólfefni, húsgögn, húsmuni, smíða- kennslu í skólum þar sem íslenskur viður er notaður, límtrésafurðir, s.s. göngubrýr, og umbúðir ýmiss konar. Þá er í athugun í norrænu samstarfi nýting grisjunar- viðar úr ungskógi sem nota mætti sem límtrésafurð í byggingariðnaði. Áfram notum við grisjunarvið til eld- unar, kolagerðar, flísaðan viðarúrgang til reykingar, sem beðflís og til göngustígagerðar. HVERNIG GETUM VIÐ AUKIÐ VERÐMÆTI VIÐARINS? Á íslandi er borin mikil virðing fyrir innfluttu timbri. Ógjarnan henda menn spýtum sem hægt væri að nota til einhvers einhvern tímann. Öðru máli gegnir um íslenskar viðarafurðir. Þó margir séu að leitast við að auka verðmæti fslenskra viðarafurða með hugviti og góðu handverki fer töluvert magn viðar til ónýtis, á öskuhaugana, er brennt eða er látið liggja í skógarbotninum eftir grisjun. Þegar umræðan beinist að frekari vinnslu er gjarnan farið að ræða um efnis- freka iðnaðarvinnslu en það gleymist að heildar- viðarmagnið sem til fellur hér á landi er afskaplega takmarkað og leyfir tæpast slíkar hugmyndir. Fram- tíðaráherslur í þróun íslenskrar viðarvinnslu þurfa að vera á sviði smáiðnaðar þar sem framleiddir eru fremur dýrir en vandaðir hlutir sem ekki eru efnisfrekir. Litlar hefðir eru hér á landi í vinnslu íslenskra trjáteg- unda og eru menn því mun djarfari í hugmyndum og útfærslum á nýtingu viðarins. Þetta hefur þegar komið fram, t.d. í notkun á íslenska lerkinu. í skógum Skógræktar ríkisins, skógarreitum skóg- ræktarfélaganna, ungmennafélaganna, sveitarfé- laga, einstaklinga og í einkagörðum er að finna fjöl- breyttar trjátegundir. Þar er, þegar saman er safnað, töluvert magn sem nýta má á markvissari hátt en gert er. Með tilkomu Viðarmiðlunar Skógræktar ríkis- ins sem þegar hefur verið opnuð í Reykjavík hefur þetta tækifæri skapast. Arkitektar og hönnuðir mættu gjarnan huga að notkun íslenska viðarins í sínum störfum, þar sem hann hefur möguleika á að vera samkeppnishæfur í verði og gæðum. Tengja þarf viðarafurðirnar framleiðslu á fínni varningi fyrir ferða- menn og fínni varningi sem greitt getur fyrir þá vinnu sem í gerð þeirra er lögð. Hugvit, hönnun og mark- aðssetning þarf að haldast í hendur í slíku verkefni. 69

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.