AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 72

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 72
ÞÓRUNN SVEINBJÖRNSDÓTTIR SJÚKRAÞJÁLFARI VINNUVERND V E R K I LÉTTUM AF ÞEIM BYRÐUNUM Alagseinkenni eru algeng í nútíma- samfélagi. Um það bil 80% af mann- kyninu fá einhvern tíma um ævina óþægindi í bakið. Óþægindin hafa áhrif bæði í starfi og leik. í könnun á óþægindum frá hreyfi- og stoðkerfi meðal íslensku þjóðarinnar 1986 höfðu um 65% spurðra haft óþægindi frá mjóbaki einhvern tíma síðustu 12 mánuðina og höfðu 17% þeirra ekki getað sinnt daglegu starfi sínu vegna óþægindanna (1). Kostnaður vegna álagsmeina, bæði beinn og óbeinn, er ört vaxandi vandamál sem hvílir á einstakl- ingum, fyrirtækjum og samfélaginu í heild um heim allan (2). Orsakir álagseinkenna frá hreyfi- og stoð- kerfi eru fjölþættar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni (1985) eru vinnuumhverfið og vinnu- aðferðir tveir mikilvægir áhættuþættir. Helstu áhættu- þættir sem tengja má vinnu eru: að lyfta þungu, slæmar vinnustöður, einhæf vinna með síendur- teknum hreyfingum og slæmt vinnuskipulag (2,3,4,5). tækniframfara er enn fjöldi starfa sem felur í sér að starfsmenn þurfa að handleika þungar byrðar við erfiðar aðstæður. Til að draga úr hættu á að starfs- menn verði fyrir heilsutjóni vegna vinnunnar, sérstak- lega bakmeiðslum.hafa verið settar reglur um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar (nr. 499/ 1994). Reglurnar ná til aðstæðna þar sem verið er að lyfta, ýta, draga, bera og færa til byrðar í starfi. Byrðarnar geta verið jafnt hlutir, fólk sem dýr. í þessari grein verður fjallað um hönnun vinnustaða í Ijósi þessara nýlegu reglna. HVAÐA ÁHRIF HAFA REGLURNAR Á HÖNNUN? Þegar hanna á nýja vinnustaði er mikilvægt að strax í upphafi sé hugsað heildrænt. Til að álag á hreyfi- og stoðkerfið við vinnu verði heppilegt þarf að setja markmið bæði um vinnuskipulag og líkamsbeitingu, sem síðan er leitast við að fylgja á öllum hönnunar- stigum. REGLUR UM AÐ HANDLEIKA BYRÐAR Þó mörg líkamlega krefjandi störf hafi horfið í kjölfar Notkun hjálpartækja léttir störfin. Reglur um aó handleika Þarf oð lyfta, ýto, draga, bera eða færa Samkvæmt reglunum á að gera skipulags- til byrðar á vinnustaðnum þínum? ráðstafanir eða nota vélbúnað svo ekki þurfi Ef svo er kynntu þér þá reglur sem eigo að handleika byrðar. að tryggja öryggi og hollustu þeirra sem handleika hluti, fólk eða dýr í starfi. Þegar ekki er hægt að komast hjá því að starfsmenn handleiki byrðar á að: • Meta vinnuaðstæður Afvinnurekandi skal meta aðstæður við vinnu til að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna. • Gera ráðstafanir Vinnuna og vinnuaðstæður á að skipuleggja þannig að ekki sé hætto á heilsutjóni. Nota skal viðeigandi búnað og hjólpartæki til að draga úr álagi. • Veita upplýsingar og fræðslu Starfsmenn eiga rétt á að fá upplýsingar um alla þætti öryggis og hollustu er tengjast vinnu þeirra við að handleika byrðar. Þeir eiga einnig rétt á þjálfun í líkamsbeitingu og réttri notkun hjálpartækja. • Hafa samstarf Hafa ber samráð við starfsmenn og tryggja að samstarf geti orðið sem best um öryggismál, aðbúnað og hollustuhætti. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Bíldshöfða 16-112 Reykjavík Simi 567 2500 - Bréfsimi 567 4086 í framangreindum reglum er lögö mikil áhersla á að ekki þurfi aö handleika byröar. Orðréttsegir: "atvinnu- rekandi skal gera skipulagsráöstafanir eða nota við- eigandi hjálpartæki, einkum vélbúnað, til að komast hjá því að starfsmenn þurfi að handleika byrðar.” Þetta ákvæði hefur bein áhrif á hönnun. Nauðsynlegt er strax í upphafi að huga að samspili manns og tækni og skoða hvaða hlutverki starfsmenn munu gegna. Mikilvæg spurning er t.d. hvort sú tækni og búnaður sem verið er að íhuga að nota við starfið eða framleiósluna feli í sér að starfsmenn þurfi að handleika byrðar. Ef svarið er játandi þarf að athuga hvort ekki megi komast hjá því með því að velja aðra tækni. í reglunum segir ennfremur „Þegar ekki er hægt að komast hjá því að starfsmenn handleiki byrðar skal atvinnurekandi skipuleggja vinnuaðstæður, nota við- eigandi búnað eða sjá starfsmönnum fyrir hjálpar- tækjum til að draga úr þeirri áhættu sem felst í starfi þeirra." Hann á einnig að sjá til þess að vinnusvæði séu skipulögð þannig að öryggi og hollusta séu sem allra mest. Hvaða þýðingu hafa þessi ákvæði við skipulag og hönnun vinnustaða? 99 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.