AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 86

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 86
Danski sagn- og fornleifafræðingurinn Daníel Bruun heímsótti ísland nokkrum sinnum kringum síðustu aldamót. Hann ferðaðist vítt og breitt um landið og stundaði rannsóknir. Árið 1897 gaf hann út bókina „fortidsminder og nutidshjem pá ísland'1. í bókinni segir hann m.a. um kirkjugarða að þeir séu yfirleitt litlir og ferhyrndir og girtir af með torfhleðslu (Diger av Græstorv). Ennfremur segir hann, að áður fyrr hafi kirkjugarðar yfirleitt verið hringlaga en þess má enn sjá merki t.d. á Gröf á Höfðaströnd. Knappsstaðakirkja í Stíflu, sem talin er elsta timburkirkja landsins reist upphaflega 1 834. Grjótveggur endurhla&inn umhverfis kirkju- garðinn og sóluhlið endurnýjað. verkinu lokið 1995. Ferðamenn leggja oft leið sína heim að kirkjustöðum, enda eru þetta víða sögu- frægir staðir. Þar stendur kirkjan yfirleitt á áberandi stað og sést því langt að. Þessar kirkjur eru yfirleitt f kirkjugarði sem jarðsett hefur verið í gegnum margar aldir. Yfir þeim hvílir andblær genginna kynslóða. Þeir hafa að geyma merka sögu og þar má víða finna minningarmörk sem eru orðin aldagömul. Þessir staðir eiga því skilið að þeim sé sýnd virðing og ræktarsemi og ganga sumir svo langt að segja að menningarástand þjóðar megi meðal annars dæma eftir því hvaða virðing og hirða kirkjugörðum er sýnd í hverju landi. Það er erfitt að gefa nákvæma lýsingu á því hvernig kirkjugarðar hafa litið út áður fyrr, þar sem þeim er sjaldan lýst í fornum bókum eða máldögum kirkj- unnar. Það verður því að fara eftir rannsóknum og uppgreftri á gömlum niðurlögðum kirkjugörðum og einnig teikningum og lýsingum sem finna má í göml- um ferðabókum. kirkjugarðinum og umhverfi hans. Skeggjasta&ir við Bakkafjör&. Þar stendur elsta kirkja á austurlandi byggð árið 1 845. Áætlað er að fyrr á öldum hafi bænhús, hálfkirkjur og kirkjur verið mjög víða hér á landi og er talið að í lok 10. aldar hafi þær verið kringum 3000 og má reikna með að á flestum þessum stöðum hafi fólk verið jarðsett. Nú eru hér á landi kringum 300 kirkjugarðar sem jarðsetja má í. Yfirumsjón með þessum kirkjugörðum er í höndum skipulagsnefndar kirkjugarða. Hver kirkj- ugarður er sjálfseignastofnun með sérstöku fjárhaldi, í umsjón og ábyrgð safnaðar sem kýs kirkjugarðs- stjórn. í fámennum söfnuðum gegnir sóknarnefnd hlutverki kirkjugarðsstjórnar. 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.