AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 11
G E S T U R Ó L A F S S O N HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS 40 ÁRA - Fátt er mönnum mikilvægara en að eiga sér einhvem fastan samastað. Þetta á þó sérstak- lega við hér á íslandi þar sem veðráttan leyf- ir okkur ekki að búa við annað en talsvert vandaðan húsakost ef við viljum lifa sæmilegu lífi. Öld- um saman bjuggu flestir Islendingar í torfhúsum sem engum finnst boðlegir mannabústaðir í dag. Engu að síður áttu þeir þessi hús yfirleitt skuldlaus og enginn gat gengið að þeim og boðið þau upp. A þessari öld höfum við hrundið af okkur oki aldanna, rifið torfbæina og reist svo til öll íbúðarhús landsmanna úr steinsteypu, timbri og gleri þannig að þau standast nú fyllilega tæknilegan samanburð við það besta sem gerist hvar sem er í heiminum í dag. Síðastliðin 40 ár hefur Húsnæðisstofnun ríkisins haft mjög mikilvægu hlutverki að gegna í húsnæðismálum þjóðarinnar. Þegar stofnunin kom til sögunnar var tæknilegum undirbúningi húsagerðar víða um land mjög ábótavant og segja má að á þessum áratugum hafi hún miðlað mikilvægri þekkingu um undirstöðuatriði góðrar húsagerðar bæði til húsbyggjenda og byggingar- aðila. Hjá jafnríkri þjóð af fé og hugviti og Islendingar eru ætti það ekki að vera neitt stórmál fyrir hvern sem er að eignast húsnæði. Nóg er til af þokkalega góðu og ódýru byggingarlandi og tækniþekking í byggingariðnaði vex stöðugt. Þó er það svo að margt ungt fólk sér ekki leng- ur nokkra möguleika á að eignast þak yfir höfuðið án þess að leggja nótt við dag áratugum saman. Hjá þeim sem eiga að nafninu til íbúðimar sínar sjálfir hefur líka hallað undan fæti undanfarin ár. Síðastliðin sextán ár hefur skuldsetning íbúðarhúsnæðis á íslandi hækkað úr um 20% í um 50%. Hér er um mjög umtalsverða eigna- tilfærslu frá íbúðareigendum til fjármálastofnana að ræða en þær eiga nú tilkall til helmings af öllu íbúðar- húsnæði landsmanna. Að þessu leyti til höfum við ekki staðið okkur eins vel og forfeður okkar í torfbæjunum. Hér er einhvers staðar brotalöm sem full ástæða er að rannsaka frekar. Það er ekki nóg að gera ungu fólki auð- velt að fá lán til íbúðarkaupa heldur þarf líka stöðugt að vinna að því að það eigi völ áó dýru, hentugu og góðu húsnæði sem þarf lítið viðhald. Lífið býður upp á margt annað en að hálfdrepa sig á því að borga húsnæðislán alla ævina. Tíminn stendur ekki heldur kyrr. Þær kröf- ur sem við gerum til íbúðarhúsnæðis eru stöðugt að brey ast. Ibúðarhverfi og íbúðir sem voru byggðar fyrir einungis nokkrum áratugum eru nú að hluta til orðnar úreltar auk þess sem þær eru famar að kalla á umtals- vert viðhald á mörgum sviðum. Fjöldi aldraðra sem býr í þessum íbúðum fer líka ört vaxandi og það er mikil- vægt að geta stöðugt breytt þessu húsnæði, endumýjað það og oft reyndar heil íbúðarhverfi í samræmi við breytilegar þarfir íbúanna. I dvergríki eins og Islandi er það mikilvægt að eiga ein- hvern aðila sem hefur bæði reynslu og burði til þess að eiga samstarf við aðrar þjóðir á þessu sviði, stunda grundvallarrannsóknir á húsnæðis- og byggingarmálum þjóðarinnar og koma þessum niðurstöðum á framfæri við þá sem eru að skipuleggja og hanna íbúðarhúsnæði fyrir komandi kynslóðir. Ef þessari reynslu er ekki komið áfram höldum við áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur. Sú fjömtíu ára reynsla sem Húsnæðis- stofnun býr nú yfir - reynsla af því að hanna og sjá um „Hér er um mjög umtalsverða eigna- tilfœrslu frá fbúðareigendum til fjár- málastofnana að rœða en þœr eiga nú tilkall til helmings af öllu íbúðarhús- nœði landsmanna. Að þessu leyti til höfum við ekki staðið okkur eins vel og forfeður okkar í torfbœjunum. byggingu íbúðarhúsnæðis við íslenskar aðstæður hvar sem er á landinu - ætti líka að geta orðið íslenskum hönnuðum og byggingariðnaði mikilvægur bakhjarl og lyftistöng og hugsanlega einnig mikilvæg útflutnings- vara ef rétt er á haldið. Hér er mikið starf óunnið sem ekki er hægt að ætlast til að bankar, lánastofnanir og einstakir ráðgjafar annist að öllu leyti. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur bæði burði, yfirsýn og reynslu til þess að gegna þessu mikilvæga hlutverki þótt ekki sé nema eðlilegt að það hlutverk breytist nokkuð í áranna rás. Um leið og AVS óskar Húsnæðisstofnun til hamingju með þennan áfanga fylg- ir því einnig ósk um að landsmenn allir fái notið starfs- krafta hennar enn um langa framtíð. ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.