AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 12

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 12
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR HÚSNÆÐISSTOFNUN í fortíð og framtíð Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því, að Húsnæðismálastofnun ríkisins (er svo hét í upphafi) var sett á laggirnar. Tveimur árum fyrr hafði húsnæðis- málastjórn verið stofnsett og þá jafnframt Bygging- arsjóður ríkisins. Byggingarsjóður verkamanna á sér hins vegar enn lengri sögu, allt frá 1929. Síðar komu til sögunnar margir aðrir mikilvægir þættir, sem haft hafa úrslitaáhrif, hver á sínu sviði í þjóð- félaginu. Teiknistofa stofnunarinnar var fljótlega sett á stofn, vegna skorts á góðum íbúðateikningum í dreifbýli; árið 1973 var kostnaðareftirlit með byggingu fé- lagslegra íbúða tekið upp á hennar vegum; hvorttveggja þetta hefur haft stórmikil jákvæð áhrif. Árið 1985 var stofnsett ráðgjafastöð fyrir almenn- ing í greiðsluerfiðleikum, er starfrækt hefur verið allttil þessa. Fyrir tilstilli hennar, og stofnunarinnar í heild, hefur tekizt að draga stórlega úr eða bein- línis forða þúsundum heimila og tugþúsundum manna frá fjárhagslegum ófarnaði, alla tíð síðan. Síðast en ekki sízt var nýtt lánakerfi tekið upp árið 1989, í formi húsbréfadeildar Byggingarsjóðs ríkis- ins. Rekstur þess hefur gengið afar vel í höndum stofnunarinnar og virðist reynslan af því vera prýði- leg. Löggjöfin, sem öll þessi starfsemi hefur byggzt á, hefur oft verið umdeild og tíðum mátt sæta stór- felldum breytingum með skömmu millibili. En þeg- ar litið er til baka yfir farinn veg er hægt að gleðjast yfir því, að tekizt hefur að ná því meginmarkmiði, sem stofnuninni bar að vinna að. íslendingum hef- ur á þessum áratugum, í fyrsta sinni í sögu sinni, auðnazt að búa þjóðinni allri vönduð og sómasam leg húsakynni, sem hún hefur blómstrað í. Hér hafa að sjálfsögðu margir átt drjúgan hlut að máli. Má þar nefna lífeyrissjóði, banka og sparisjóði, verkalýðshreyfingu, vinnuveitendur og ríkisvald, 10

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.