AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 15
SAGA HUSNÆÐISSTOFNUNAR RIKISINS Í40ÁR 1957-1997 Aþessu ári er þess minnst aö 40 ár eru liðin frá því aö Húsnæðisstofnun ríkis- ins tók til starfa. Tveimur árum fyrr, eða árið 1955, voru sett lög um húsnæðis- málastjórn og þar með lagður grundvöllur að skipulegri starfsemi á vegum ríkisins, bæði til stefnumótunar á sviði húsnæðismála og lánveit- inga vegna íbúðarbygginga. Saga þessi hefur ver- ið rakin í megindráttum í afmælisriti stofnunarinnar frá árinu 1995 er 40 ára afmælis húsnæðismála- stjórnar var minnst og er efni eftirfarandi greinar að meginhluta byggt á texta afmælisritsins. Hér er fyrst og fremst sagt frá þróun lánveitinga, almennri byggingarstarfsemi og ýmsum þáttum í starfsemi Húsnæðisstofnunar. Annars staðar í þessu riti er greint frá áhrifum stofnunarinnar á umhverfismót- un og íbúðaþróun á íslandi. UNDANFARI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR Það má segja að undanfari þess húsnæðislána- kerfis sem við búum við í dag sé lánadeild smáí- búða sem stjórnvöld settu á laggirnar árið 1952. Það var gert í tengslum við lög um opinbera að- stoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum frá sama ári. Eins og nafnið gefur til kynna voru þessi lán eingöngu ætluð einstakling- um, sem vildu byggja lítil íbúðarhús. Gert var ráð fyrir að einstaklingar kæmu þeim upp að nokkru eða verulegu leyti með eigin vinnu og fjölskyldu sinnar. Teikningar af húsum fengust á góðum kjör- um sem og leiðbeiningar við byggingu húsanna. Lánadeild smáíbúða var allan tímann stýrt af sér- stakri stjórnarnefnd, sem skipuð var þeim Hannesi Pálssyni og Ragnari Lárussyni. Árið 1954 var síðan skipuð sérstök nefnd, undir forystu Benjamíns H. J. Eiríkssonar, til að greina á- standið í húsnæðismálum þjóðarinnar og leggja grunn að stefnumótun ríkisvaldsins á sviði hús- næðismála og lánveitinga vegna íbúðarbygginga. Afrakstur af vinnu nefndarinnar var m.a. setning laga um húsnæðismálastjórn árið 1955. Það voru einkum fjögur atriði sem nefndin taldi einkenna á- standið í húsnæðis- og byggingarmálunum: Hús- næðisskortur; mikið húsnæði í byggingu; mikið skipulagsleysi í byggingarmálum og að ekkert al- mennt veðlánakerfi var til staðar. í álitsgerð nefndarinnar sagði m.a. um húsnæðis- vandamálið: „Húsnæðisvandamálið er eitt af meiri háttar félagslegum vandamálum þjóðarinnar. Telur nefndin því rétt, að sett verði á stofn sérstök opin- ber stjórn, sem sinni þessu máli og ríkisvaldið geti á hverjum tíma falið framkvæmdir, sem að því lúta." Eftirspurnina eftir nýju húsnæði áleit nefndin að mætti að mestu rekja til eftirtalinna atriða: Fjölgun- ar þjóðarinnar; flutninga fólks innanlands; endur- nýjunar á lélegu húsnæði og útrýmingar á herskál- um. Með lögum nr. 55 hinn 20. maí 1955 um húsnæð- ismálastjórn, veðlán til íbúðabygginga og útrým- ingu heilsuspillandi íbúða, hefst því óslitin saga húsnæðismálastjórnar. í húsnæðismálastjórn voru 5 menn, sem ríkisstjórnin skipaði til 6 ára í senn, þar af einn eftir tilnefningu Landsbanka íslands. Fyrstu húsnæðismálastjórnina skipuðu: Gunnar Viðar, bankastjóri (form.) Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, lögfræðingur, Ragnar Lárusson, fram- færslufulltrúi, Hannes Pálsson, fulltrúi og Jóhann- es Elíasson, lögfræðingur. Varamenn voru dr. Jó- hannes Nordal, hagfræðingur, Hannes Jónsson, fulltrúi, Kristján H. Benediktsson, kennari, Ásgeir Pétursson, lögfræðingur og Magnús Jónsson, al- þingismaður. Dr. Jóhannes Nordal tók við for- mennsku af Gunnari Viðari, er hann tók við banka- stjórastöðu í Útvegsbankanum í ársbyrjun 1956. Fyrstu lán húsnæðismálastjórnar voru afgreidd 2. nóvember 1955. Sigurður Hafstein var fyrsti lán- takandinn og fékk hann 50 þúsund króna lán út á húseignina Garðsenda 17 í Reykjavík. Saga stofnunarinnar er samtvinnuð sögu veð- deildar Landsbanka íslands, sem hefur alla tíð haldið utan um lánveitingar hennar. Þegar al- menna veðlánakerfið var sett á fót með setningu laganna um húsnæðismálastjórn árið 1955, var það undir sameiginlegri stjórn hennar og veðdeild- 13 SIGURJON OLAFSSON UPPLYSINGAFULLTRUI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.