AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 15
SAGA
HUSNÆÐISSTOFNUNAR RIKISINS
Í40ÁR 1957-1997
Aþessu ári er þess minnst aö 40 ár eru
liðin frá því aö Húsnæðisstofnun ríkis-
ins tók til starfa. Tveimur árum fyrr, eða
árið 1955, voru sett lög um húsnæðis-
málastjórn og þar með lagður grundvöllur að
skipulegri starfsemi á vegum ríkisins, bæði til
stefnumótunar á sviði húsnæðismála og lánveit-
inga vegna íbúðarbygginga. Saga þessi hefur ver-
ið rakin í megindráttum í afmælisriti stofnunarinnar
frá árinu 1995 er 40 ára afmælis húsnæðismála-
stjórnar var minnst og er efni eftirfarandi greinar að
meginhluta byggt á texta afmælisritsins. Hér er
fyrst og fremst sagt frá þróun lánveitinga, almennri
byggingarstarfsemi og ýmsum þáttum í starfsemi
Húsnæðisstofnunar. Annars staðar í þessu riti er
greint frá áhrifum stofnunarinnar á umhverfismót-
un og íbúðaþróun á íslandi.
UNDANFARI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR
Það má segja að undanfari þess húsnæðislána-
kerfis sem við búum við í dag sé lánadeild smáí-
búða sem stjórnvöld settu á laggirnar árið 1952.
Það var gert í tengslum við lög um opinbera að-
stoð við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og
kauptúnum frá sama ári. Eins og nafnið gefur til
kynna voru þessi lán eingöngu ætluð einstakling-
um, sem vildu byggja lítil íbúðarhús. Gert var ráð
fyrir að einstaklingar kæmu þeim upp að nokkru
eða verulegu leyti með eigin vinnu og fjölskyldu
sinnar. Teikningar af húsum fengust á góðum kjör-
um sem og leiðbeiningar við byggingu húsanna.
Lánadeild smáíbúða var allan tímann stýrt af sér-
stakri stjórnarnefnd, sem skipuð var þeim Hannesi
Pálssyni og Ragnari Lárussyni.
Árið 1954 var síðan skipuð sérstök nefnd, undir
forystu Benjamíns H. J. Eiríkssonar, til að greina á-
standið í húsnæðismálum þjóðarinnar og leggja
grunn að stefnumótun ríkisvaldsins á sviði hús-
næðismála og lánveitinga vegna íbúðarbygginga.
Afrakstur af vinnu nefndarinnar var m.a. setning
laga um húsnæðismálastjórn árið 1955. Það voru
einkum fjögur atriði sem nefndin taldi einkenna á-
standið í húsnæðis- og byggingarmálunum: Hús-
næðisskortur; mikið húsnæði í byggingu; mikið
skipulagsleysi í byggingarmálum og að ekkert al-
mennt veðlánakerfi var til staðar.
í álitsgerð nefndarinnar sagði m.a. um húsnæðis-
vandamálið: „Húsnæðisvandamálið er eitt af meiri
háttar félagslegum vandamálum þjóðarinnar. Telur
nefndin því rétt, að sett verði á stofn sérstök opin-
ber stjórn, sem sinni þessu máli og ríkisvaldið geti
á hverjum tíma falið framkvæmdir, sem að því
lúta."
Eftirspurnina eftir nýju húsnæði áleit nefndin að
mætti að mestu rekja til eftirtalinna atriða: Fjölgun-
ar þjóðarinnar; flutninga fólks innanlands; endur-
nýjunar á lélegu húsnæði og útrýmingar á herskál-
um.
Með lögum nr. 55 hinn 20. maí 1955 um húsnæð-
ismálastjórn, veðlán til íbúðabygginga og útrým-
ingu heilsuspillandi íbúða, hefst því óslitin saga
húsnæðismálastjórnar. í húsnæðismálastjórn voru
5 menn, sem ríkisstjórnin skipaði til 6 ára í senn,
þar af einn eftir tilnefningu Landsbanka íslands.
Fyrstu húsnæðismálastjórnina skipuðu: Gunnar
Viðar, bankastjóri (form.) Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, lögfræðingur, Ragnar Lárusson, fram-
færslufulltrúi, Hannes Pálsson, fulltrúi og Jóhann-
es Elíasson, lögfræðingur. Varamenn voru dr. Jó-
hannes Nordal, hagfræðingur, Hannes Jónsson,
fulltrúi, Kristján H. Benediktsson, kennari, Ásgeir
Pétursson, lögfræðingur og Magnús Jónsson, al-
þingismaður. Dr. Jóhannes Nordal tók við for-
mennsku af Gunnari Viðari, er hann tók við banka-
stjórastöðu í Útvegsbankanum í ársbyrjun 1956.
Fyrstu lán húsnæðismálastjórnar voru afgreidd 2.
nóvember 1955. Sigurður Hafstein var fyrsti lán-
takandinn og fékk hann 50 þúsund króna lán út á
húseignina Garðsenda 17 í Reykjavík.
Saga stofnunarinnar er samtvinnuð sögu veð-
deildar Landsbanka íslands, sem hefur alla tíð
haldið utan um lánveitingar hennar. Þegar al-
menna veðlánakerfið var sett á fót með setningu
laganna um húsnæðismálastjórn árið 1955, var
það undir sameiginlegri stjórn hennar og veðdeild-
13
SIGURJON OLAFSSON UPPLYSINGAFULLTRUI