AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 25
Einlyft einbýlishús fyrir flata lóð, noröan götu.
Fjölbýlishús, 4-6 hæða með tveimur stigahúsum.
höföu veriö byggö. Allt þetta kerfi var því frekar
veikburða og veröur að skoðast í því Ijósi. Upp úr
1965 er farið að leggja áherslu á betri undirbúning
af hálfu sveitarfélaganna hvað varðar mælingar,
lóðablöð og hæðarblöð, en fram að þeim tíma var
ekki hægt að „staðfæra“ týputeikningar almenni-
lega.
Einbýlishús fyrir hallandi land, ofan götu á þremur hæðum.
Lóðir voru víða lengi vel ekki skrásettar og þess
voru dæmi að teikning hafi verið send austur á
Raufarhöfn, en svo byggt eftir henni í Sandgerði.
Þetta var hægt vegna þess að allar teikningar voru
skráðar á nafnen ekki byggingarstaði. Á þessu var
hins vegar tekið mjög myndarlega á árunum 1966-
7. Þá var farið í árlegar eftirlitsferðir um landið og
voru leituð uppi flest þau hús sem byggð höfðu
verið eftir teikningum stofnunarinnar og þau skráð
á kort. Þetta var umtalsverð vinna, enda voru
skipulagskort þá mjög misjöfn. Reynt var að skipu-
leggja þessar ferðir í samráði við byggingarfulltrúa
á hverjum stað og segja má að þessar heimsókn-
ir hafi stuðlað að verulegum framförum í bygging-
arstarfsemi víða um land.
EFTIRLITSFERÐIR
Árið 1968 fóru tveir starfsmenn Húsnæðisstofnun-
ar í skoðunarferð til Austfjarða, þeir Björgvin R.
Hjálmarsson og Hilmar Ólafsson. í skýrslu sinni
um ferðina leituðust þeir við að lýsa byggingar-
framkvæmdum sem unnar höfðu verið eftir teikn-
23