AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 26
ingum frá teiknistofu stofnunarinnar. Þeir áætluðu þá að 80-90% af öllum íbúðarhúsum sem byggð höfðu verið á Austfjörðum undanfarin 5-10 ár hef- ðu verið teiknuð á vegum Húsnæðisstofnunar. í lokaorðum skýrslunnar gagnrýndu þeir þann heildarsvip sem byggðin myndaði og sögðu m.a.:„- Þarna ægir saman háum og lágum húsum, með risþaki, skúrþaki og flötu þaki og gætir lítils sam- ræmis á milli.“ Þeir fjölluðu einnig um þakform húsa og sögðu um þau: „Risþakið hefur reynst Austfirðingum best.“ Einnig benda þeir á að mikl- ar breytingar hafi verið gerðar á húsunum frá því að þau hafi átt að heita „lítil, einföld týpuhús" og þar til þau stóðu fullbúin og að ekki hafi verið skeytt um að breyta eða samræma sérteikningar. Þeir benda á að frágangur húsa sé mjög misjafn og að oft sé ekki gengið þokkalega frá húsum og lóðum. Þetta valdi sjáanlegum frostskemmdum á veggj- um og hvimleiðum svip í nýjum hverfum. Til úrbóta leggja þeir til að aðstæður á hverri lóð verði kannaðar betur áður en teikningar eru valdar og að meira tillit sé tekið til veðurfars. Rétt sé að hamla gegn breytingum á „týpuhúsum" og að hvetja húseigendur til að ganga frá húsum sínum að utan. Þeir benda á að stofnunin hafi bætt úr brýnni þörf þessara byggðarlaga, en harma að hafa ekki haft aðstöðu til byggingareftirlits og meiri samvinnu við byggingaryfirvöld staðanna. Einnig töldu þeir óumdeilanlegt að teiknistarfið mætti ekki vera nema einn hluti af þjónustu stofnunarinnar og kæmi ekki að fullum notum án eftirlits. LÁNAREGLUR Lánareglur stofnunarinnar ákváðu hámarksstærð á húsnæði sem hægt var að lána til. Alveg frá upp- hafi hafa verið í gildi ákveðin stærðarákvæði sem miðuðu að því að halda fjárfestingu í íbúðarhús- næði innan einhverra „skynsamlegra" marka. Þessar stærðarreglur hafa samt alltaf legið undir gagnrýni og hafa verið rýmkaðar talsvert vegna þrýstings í áranna rás. í byrjun voru þetta rúmtaks- reglur, síðan var miðað við brúttó fermetra, síðan nettó fermetra og svo var bætt við ákveðnum fer- metrafjölda umfram það. Ákveðið rými var ekki talið með, og með því að skerða lofthæð í þaki og í kjallara gátu menn byggt mun stærra en reglurn- ar sögðu fyrir um. Þannig má hugsanlega segja að þessar reglur hafi óbeint stuðlað að því að menn byggðu sumpart óskemmtilegra húsnæði að hluta en ella. Rétt er að hafa í huga að lengst af á því tímabili sem Húsnæðisstofnun hefur starfað var bygging íbúðarhúsnæðis aðgengilegasta og besta fjárfest- ing sem almenningur átti kost á. Það skipti þá 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.