AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 27

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 27
heldur ekki svo miklu máli hvort húsin voru dýr eöa ódýr í byggingu - verðbólgan sléttaði þetta allt út áður en varði. Því stærra sem byggt var - því meiri ávinningur. TÆKNIDEILD OG STARFSEMI HENNAR Árið 1974 var starfsemin aukin með stofnun tækni- deildar og þá fjölgaði starfsfólki í 24 stöðugildi. Teiknistofan varð þá hluti af tæknilegri starfsemi stofnunarinnar. Með fjölgun starfsliðs var einnig var lagður grundvöllur að breyttum áherslum, breyttum verkefnum og tæknilegri þjónustu sem veitt var. Þetta ár sömdu arkitektarnir Sigurður Harðarson og Magnús Skúlason greinargerð á vegum Hús- næðisstofnunar þar sem þeir leitast við að leggja undirstöðu að „stefnumörkun í framleiðslu og fjár- mögnun íbúðarhúsnæðis“. í greinargerðinni leggja þeir m.a. til að allar teikningar á vegum stofnunar- innar verði hannaðar skv. 3M mátkerfinu og að á sama hátt verði sama krafa gerð að skilyrði fyrir lánshæfni alls nýs íbúðarhúsnæðis. í skýrslunni halda þeir eftirfarandi fram: „Ein meginforsendan fyrir því að lækka megi byggingarkostnað og auka byggingarhraða er aukin samræming á öllum svið- um í formi stöðlunar. Forsendan fyrir stöðlun er síðan aftur staðlað mátkerfi." Einnig leggja þeir m.a. til að hús verði hönnuð m.t.t. möguleika á að breyta megi innra fyrirkomu- lagi íbúða með litlum tilkostnaði; að hagkvæmir byggingarhættir verði látnir sitja í fyrirrúmi hvað lánveitingar varðar; að nýjar húsatýpur séu hann- aðar m.t.t. fáanlegra byggingarefna hérlendis; að stærðarreglur verði endurskoðaðar; að kröfur verði gerðar um notagildi einstakra herbergja; að lóðarstærðir verði endurskoðaðar; húsagerðir verði valdar m.t.t. þjóðhagslegrar hagkvæmni. Einnig gera þeir tillögu um að lán verði veitt til „sameiginlegs rýmis“. Eitt af fyrstu verkefnum sem hinni nýstofnuðu tæknideild var falið var vinna við áætlun um bygg- ingu 1000 leiguíbúða sveitarfélaga 1974-1978. Þetta viðamikla verkefni varð fljótt þungamiðja í starfsemi tæknideildarinnar ásamt endurnýjun á „týputeikningasafni“ stofnunarinnar. Þá tók tækni- deild upp aukið samstarf við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Iðnþróunarstofnun vegna ýmissa rannsóknarverkefna, s.s. staðlaðra verk- íbúöarhús í Fáskrúðsfirði. íbúðir aldraðra á ísafirði. Arkitekt Hilmar Ólafsson. lýsinga, útboðsgerða og sundurliðunar byggingar- kostnaðar. Á tæknideildinni var einnig byggður upp svokallaður „verðbanki" með sundurliðuðum upplýsingum um byggingarkostnað húsa og hús- hluta. Tölvuvæðing byrjaði hjá stofnuninni, áriðl982. Tæknideildin fylgdi síðan brátt á eftir eða síðla árs1985. Var hún einn af fáum brautryðjendum í tölvuvæddri hönnun á íslandi. Ákveðið var að nota AutoCAD forritið við teikningar. Fljótlega var líka byrjað að magntaka hús í tölvu og sama máli gegndi um kostnaðaráætlanir. Mikilvægur þáttur í starfsemi tæknideildarinnar var að útbúa verklýsingar og útboðsgögn vegna þeirra íbúða sem þar voru teiknaðar og boðnar voru út á hennar vegum. Útboðsgögn voru stöðluð og þannig frá þeim gengið að þau byggi öll á sama grunni. í tengslum við þetta hefur tæknideildin þróðað „verðbótakerfi", frá árinu 1973 sem mælir verðþróun ( byggingariðnaðinum frá mánuði til mánaðar. Frá árinu 1980 til 1995 hefur hún haldið uppi eftirliti með byggingu samtals 5,343 íbúða í öllum þeim byggðarlögum á landinu þar sem reist- ir hafa verið félagslegar íbúðir. 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.