AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 36

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 36
HARALDUR HELGASON ARKITEKT SIÐAREGLUR ARKITEKTA byrgð ark tekta er margvísleg. Verk þeirra eru yfirleitt áberandi í umhverfinu, og í byggingar og skipulag er umtalsverðum fjár- munum varið. Augljóst er að ábyrgð arkitekta ei mikil gagnvart samfélaginu og komandi kynslóð- um, því að verk þeirra endast gjarnan langan tíma, jafnvel svo öldum skiptir. Arkitektar hafa aflað sér sérþekkingar í byggingar- list og/eða skipulagsfræðum til þess að geta sinnt umhverfishönnun sem best. Verkkaupi, sá sem felur arkitekt ákveðið verkefni, treystir honum til þess að fara vel með þá fjármuni, sem hann er reiðubúinn að leggja í verkið. Ábyrgð arkitekts gagnvart verkkaupa er því óumdeilanlega mjög mikil, og margir verja í byggingar stórum hluta þeirra tekna, sem þeir afla sér. Arkitektar bera ennfremur ábyrgð gagnvart starfs- bræðrum sínum. í lögum Arkitektafélags íslands segir að tilgangur þess sé að stuðla að góðri bygg- ingarlist í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Arkitekt, sem rekur teiknistofu og hefur aðra í nu hjá sér, ber ábyrgð ignvart launþegum sín- m og hefur siðferðilegar skyldur gagnvart þeim. Honum ber að sjá til þess að þeir fái notið reynslu sinnar eins og því verður frekast við komið. Arkitekt er hluti tti hópi hönnuða, þar sem ýmsir ráðgjafar koma að máli. Hefur hann ábyrgð gagnvart öðrum í hönnunarhópnum, því að yfirleitt fer arkitekt með hönnunarstjórn og er mikilvægt að hann gæti sanngirni gagnvart öðrum ráðgjöfum, sjái þeim t.d. fyrir upplýsingum og stuðli að góðri samvinnu þeirra á milli. Á byggingarstað hefur arkitekt töluverð samskipti við fjölda fagmanna, sem koma að verkinu. Ber honum þar að rækja góðan starfsanda og koma fram af sanngirni. Gildandi siðareglur arkitekta taka einkum á þeim þáttum, er snerta samskipti arkitekts og verkkaupa annars vegar og samskipti við starfsbræður hins vegar. Siðareglur taka hins vegar ekki á ábyrgð hans gagnvart samfélaginu, og yrði að fara með á- kæru á slíku broti fyrir almenna dómstóla. Sömu leið yrði að fara með ákæru gagnvart arkitekt, sem talinn er hafa gerst brotlegur í samskiptum við aðra ráðgjafa í hönnunarhópnum eða utan hans, svo og starfsmenn á byggingarstað. ,yArkitekt er hluti af hópi hönnuða, þar sem ýmsir ráðgjafar koma að máli. Hefur hann ábyrgð gagnvart öðrum í hönnunarhópnum, því að yfirleittfer arkitekt með hönnunarstjórn og er mik- ilvœgt að hann gœti sanngirni gagnvart öðrum ráðgjöfum, sjái þeim t.d. fyrir upplýsingum og stuðli að góðri sam- vinnu þeirra á milli.“ Samþykkt um störf arkitekta, siðareglur arkitekta, var samþykkt á aukaaðalfundi í Húsameistarafé- lagi íslands 11. maí 1956, og á sama fundi var samþykkt nafnbreyting á félaginu, sem hefur síðan heitið Arkitektafélag íslands. Siðareglur arkitekta gilda einungis fyrir félagsmenn í Arkitektafélagi ís- lands, sem gangast undir að fylgja þeim ásamt lögum félagsins. Félagsmaður getur ekki komist undan því að taka afleiðingum gerða sinna með því að segja sig úr félaginu, hafi hann verið félags- maður þegar meint brot var framið. Laganefnd var ekki til innan A.Í., þegar siðareglurnar voru sam- 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.