AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 47
FORVAL Þrír fulltrúar úr skipulagsnefnd voru tilnefndir í for- valsnefnd, þeir Daníel Pétursson, Siguröur Einars- son og Sturla Haraldsson. í lok apríl var í dagblöð- um auglýst eftir aöilum, sem áhuga heföu á að taka þátt í boðkeppni um þetta verkefni, og þeim boöiö aö senda lýsingu á reynslu sinni og getu til þessa verks. í forsendum var aðilum heitiö föstum verklaunum, kr. 800.000 + vsk, fyrir verkið. Inn- send erindi bárust frá 26 fyrirtækjum og úr mörgum hæfum voru eftirtaldir fimm aðilar valdir af forvals- nefnd: Teiknistofa Gylfa Guöjónssonar, Skóla- vöröustíg 3, Rvk. Studio Granda, Laugavegi 1, Rvk. Vinnustofa Arkitekta, Skólavöröustíg, 12, Rvk. P.K. - Hönnun, Ingólfsstræti 1a, Rvk. Úti og Inni / Landslagsarkitektar, Þingholtsstræti 27, Rvk. DÓMNEFNDARSTÖRF Skipulagsnefnd lagði til aö tilnefndir yröu sömu aö- ilar í dómnefnd og sátu í forvalsnefnd. Siguröur Einarsson lagöi til aö í sinn staö yrði Magnús Gunnarsson bæjarfulltrúi tilnefndur og var þaö samþykkt. Dómnefnd og starfsmenn hennar voru því eftirtaldir: Tilnefndir af skipulagsnefnd Hafnarfjaröar: Daníel Pétursson forstööumaöur og formaður dómnefndar, Magnús Gunnarsson framkvæmdar- stjóri og Sturla Haraldsson byggingarmeistari. Tilnefndir af Arkitektafélagi íslands: Hafdís Hafliöadóttir arkitekt FAÍ Hilmar Þ. Björns- son arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar: Jóhannes S. Kjarval skipulagsstjóri. Trúnaöarmaöur dómnefndar: Lilja Grétarsdóttir arkitekt. KEPPNISLÝSING / UNDIRBÚNINGUR Viöfangsefni keppninnar var aö móta hugmynd aö skipulagi tveggja skólahverfa í Áslandi og á og um- hverfis Grísanes ásamt miösvæöum. Hér er um aö ræða nýbyggingarsvæði Hafnarfjarðar næstu 15 til 20 árin. Svæöi þessi eru utan Reykjanes- brautar og afmarkast af Kaldárselsvegi í norð- austri, nýrri legu Krýsuvíkurvegar í suövestri og stæöi háspennulína í suöri. Skil tillagna samkvæmt kafla 3.4 (Keppnistillögur) voru mjög mismunandi. Aöeins ein tillaga, auö kennd 80857, númeruö nr. 19 var í fullu samræmi viö ýtrustu túlkun. Dómnefnd ákvaö aö allar tillög- urnar yröu teknar til dómsmeðferðar þar sem þær virtust allar sýna á mismunandi hátt fram á alvar- lega og atorkusama viöleitni viö aö leysa úr við- fangsefninu. Snemma í dómnefndarstörfum var ein tillagan dregin til baka. Dómnefnd hélt 12 verkfundi og einnig unnu ein- stakir nefndarmenn yfir tillögum og greinargerðum með eöa án tilkallaðra ráögjafa. Til ráögjafar voru fengnir Kristinn Ó. Magnússon bæjarverkfræöing- ur og Sigurður Einarsson arkitekt. í upphafi dóm- starfa mældu og reiknuðu trúnaöarmaöur dóm- nefndar og verkfræðingur starfandi hjá embætti bæjarverkfræðings tölrænar forsendur ramma- skipulags og tillagna og bar saman. NIÐURSTAÐA DÓMNEFNDAR Viö dómstörf lagöi dómnefnd eftirfarandi sjónarmiö til grundvallar: ■ Aö höfundar leggi fram skýra heildarmynd af raunhæfu skipulagi nýs bæjarhluta í Hafnarfiröi, sem vinni meö fyrirliggjandi skipulagsramma eöa breyti frá honum meö rökstuddum hætti. ■ Aö höfundar sýni á sannfærandi hátt lífvænleg- ar byggðir, sem gefa kost á fjölbreytilegu og ör- uggu mannlífi viö ákjósanlegar aöstæður. ■ Aö tillögur skapi á skipulagssvæöunum kröftuga og fallega byggöarímynd, sem sæki efnivið í fjölbreytilegt landslag og legu. ■ Aö leitast sé viö aö mynda skjól, umferðaröryggi og aðgengi. ■ Aö bæjarhlutinn sé umgjörö fyrir líf íbúa á öllum aldri, sem búa viö mismunandi fjölskyldugerö, efnahag og heilsufar. ■ Aö á svæöinu er að finna náttúrleg umhverfis- verömæti þar sem á aö koma fyrir, auk íbúöa- hverfa, þjónustu og aöstööu fyrir útivist og íþróttir, sem hefur víötæka þýöingu fyrir allt samfélag í Hafnarfirði. ■ Aö tillögur endurspegli þá staöreynd aö byggðin mun vera í byggingu fram á annan tug næstu aldar. Á þessu tímabili má gera ráö fyrir veruleg- um breytingum á viöhorfum og notkun. Hug- myndir í tillögum þurfa jafnframt aö vera raun- hæfar fyrir vilja og getu nútímans til aö móta byggt umhverfi. ■ Aö fram komi í tillögum hugmyndir um raunhæf- ar lausnir, sem hafa aö leiðarljósi sveigjanleika, fjölbreytni og á hluta svæöanna svigrúm til ný- breytni í gerö byggöar og bygginga meö tilliti til þáttar bæöi byggjanda og notenda. 45

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.